Enski boltinn

Heiðar og félagar á toppi ensku B-deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heiðar og félagar gera það gott.
Heiðar og félagar gera það gott.
Fjölmargir Íslendingar voru á ferðinni í neðri deildunum á Englandi í dag og gekk afar vel hjá Íslendingaliðunum á útivelli.

Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru í byrjunarliði Reading, og léku allan leikinn, er Reading vann góðan útisigur, 0-1, á Barnsley.

Heiðar Helguson lék í 80 mínútur fyrir QPR sem vann einnig góðan 0-1 útisigur er það sótti Doncaster heim.

0-1 útisigrar voru í tísku hjá Íslendingumliðunum því Hermann Hreiðarsson og samherjar hans hjá Portsmouth unnu 0-1 útisigur á Leicester. Hermann lék allan leikinn.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry máttu aftur á móti sætta sig við 2-1 tap á útivelli gegn Preston. Aron Einar lék allan leikinn.

QPR er í toppsæti deildarinnar, Reading því sjöunda, Portsmouth þrettánda og Coventry er í tuttugasta sæti.

Í ensku C-deildinni gerðu Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield markalaust jafntefli gegn Swindon. Jóhannes sat á bekknum allan leikinn.

Ármann Smári Björnsson lék síðari hálfleikinn fyrir Hartlepool sem steinlá gegn Walsall, 5-2.

Huddersfield er í öðru sæti deildarinnar en Hartlepool því áttunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×