Enski boltinn

Suarez fékk að stýra tónlistinni í klefa eftir leik

Þó svo að Dirk Kuyt hafi skorað öll þrjú mörkin í 3-1 sigri Liverpool á Manchester United um helgina fékk Luis Suarez að velja tónlistina í búningsklefa Liverpool eftir leikinn.

Enskir fjölmiðlar staðhæfa að lagið „Club Can't Handle Me" með þeim Flo Rida og David Guetta hafi ómað í klefanum og að hljóðstyrkurinn hafi verið í botni.

Suarez átti ríkan þátt í sigrinum og var af mörgum talinn maður leiksins. Hann lagði upp tvö mörk fyrir Kuyt og átti líka þátt í því þriðja.

„Það er besta tilfinning í heimi að hafa skorað þrennu gegn United. Ég verð líka að þakka Luis Suarez. Hann er frábær leikmaður og bjó til tvö mörk fyrir mig," sagði Kuyt eftir leikinn.

Myndbandið við lagið má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.