Enski boltinn

Lampard hefur enn trú á að Chelsea geti orðið meistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lampard fagnar í kvöld.
Lampard fagnar í kvöld.
Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur enn trú á því að Chelsea geti klórað sig á toppinn og varið deildarmeistaratitilinn á Englandi.

Chelsea er níu stigum á eftir Man. Utd eftir sigurinn á Blackpool í kvöld og á einn leik inni á United.

"Við erum enn á eftir en það er gaman að horfa upp töfluna. Þetta hefur verið góð vika fyrir okkur," sagði Lampard í kvöld.

"Ef við vinnum alla okkar leiki þá eigum við enn möguleika en Arsenal og Man. Utd eru góð lið. Við verðum samt að trúa. Það er mikil vinna eftir og erfið en við munum trúa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×