Enski boltinn

Reiður Nani frá í mánuð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nani borinn af velli um helgina.
Nani borinn af velli um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Nani, leikmaður Manchester United, verður líklega frá í mánuð vegna meiðslanna sem hann hlaut í leik liðsins gegn Liverpool um helgina.

Hann meiddist eftir ljóta tæklingu frá Jamie Carragher sem fékk aðeins áminningu fyrir. Nani var ósáttur við það og er einnig sagður afar óánægður með að félag hans hafi ekki lagt inn formlega kvörtun vegna tæklingarinnar.

Hann fékk djúpan skurð á sköflunginn eftir Carragher sem beið fyrir utan búningsklefa United efitr leikinn til að biðja hann afsökunar. Nani vildi hins vegar ekki hitta hann og hunsaði hann þegar hann yfirgaf leikvanginn á hækjum síðar um daginn.

Nani þakkaði fyrir bataóskir stuðningsmanna sinna og United á Twitter-síðunni sinni en mörg ensk dagblöð fullyrða í dag að honum finnist að United hafi brugðist sér í þessu máli.

Hvorki Alex Ferguson né leikmenn United ræddu við fjölmiðla eftir leikinn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×