Enski boltinn

Berbatov: Bale einn sá besti í heimi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Bale á æfingu Tottenham í dag.
Gareth Bale á æfingu Tottenham í dag. Nordic Photos / Getty Images
Dimitar Berbatov segir að Gareth Bale, leikmaður Tottenham, sé einn besti knattspyrnumaður heimsins í dag.

Berbatov lék með Tottenham áður en hann kom til Manchester United og segir að gott gengi síns gamla félags hafi ekki komið sér á óvart.

„Þegar ég var þarna þá gerði ég mér grein fyrir því hversu marga góða unga leikmenn voru hjá félaginu," sagði Berbatov við enska fjölmiðla.

„Bale var þá efnilegur unglingur en í dag er hann einn besti knattspyrnumaður heims. Ég kom auga á hvaða efni bjó í honum. Hann æfði vel og vildi ólmur fá að spila."

„Ég er ánægður með að þeir héldu tryggð við hann. Önnur lið höfðu áhuga á að kaupa hann en þeir njóta góðs af því í dag að hafa haldið honum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×