Enski boltinn

Aldrige: Suarez minnir mig á Keegan og Dalglish

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Varnarmenn Man. Utd réðu ekkert við Suarez.
Varnarmenn Man. Utd réðu ekkert við Suarez.
Úrúgvæinn Luis Suarez hefur slegið í gegn hjá Liverpool og stórbrotin frammistaða gegn Man. Utd hefur þar mikið að segja. Suarez átti þátt í öllum mörk Dirk Kuyt í leiknum.

Liverpool-goðsögnin John Aldridge er einn margra sem heldur vart vatni yfir Suarez þessa dagana og segir Suarez vel að því kominn að leika í treyju númer 7 hjá félaginu.

"Hann minnir mig á Kevin Keegan er hann var að byrja að spila með Liverpool. Það eru heldur betur að koma ferskir vindar með þessum strák," sagði Aldridge sem skoraði 63 mörk í 104 á tveimur árum með Liverpool.

"Hann minnir á Keegan þar sem hann hefur mikið jafnvægi og hraða. Hann hefur líka ýmislegt sem minnir á Kenny Dalglish. Sérstaklega hvernig hann bakkar inn í varnarmenn og skýlir boltanum vel.

"Að einn leikmaður hafi einkenni þessara tveggja goðsagna gerir hann að ótrúlega spennandi leikmanni. Hann hefur greinilega verið fljótur að aðlagast sem er ekki algengt. Hann er alveg frábær."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×