Enski boltinn

Juventus vill fá Bosingwa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Bosingwa.
Jose Bosingwa.
Það má búast við einhverri uppstokkun á Stamford Bridge í sumar enda hefur árangur Chelsea í vetur ekki staðið undir væntingum.

Bakvörðurinn Jose Bosingwa gæti horfið á braut en Juventus ætlar að bjóða 10 milljónir punda í leikmanninn.

Juve hefur lengi haft áhuga á Portúgalanum sem á 16 mánuði eftir af núverandi samningi við félagið.

Svo er talað um að spænska félagið Hercules vilji kaupa Florent Malouda en það verður að teljast afar ólíklegt að hann fari þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×