Umfjöllun: Srjdan landaði sigrinum Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 7. júní 2011 18:15 Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Mynd/Valli Þórsarar unnu virkilega góðan sigur á ÍBV á heimavelli sínum á Akureyri í kvöld. Þeir geta þakkað Srjdan Rajkovic markmanni sínum fyrir stigin þrjú en hann átti magnaðan leik í 2-1 sigrinum. Þrír Þórsarar voru í agabanni í leiknum í kvöld eftir að hafa kíkt á skemmtanalífið og fengið sér í glas um síðustu helgi. Þetta voru Atli Jens Albertsson, Kristján Páll Hannesson og Jóhann Helgi Hannesson. Það munaði um minna fyrir Þór. Í marki ÍBV stóð Guðjón Orri Sigurjónsson, í fjarveru Abels Dhairi, sem var fastur erlendis eins og Tonny Mawejje eftir landsleik með Úganda, og Alberts Sævarssonar sem er með gat á lunga. Arnór Eyvar Ólafsson var á miðjunni í fjarveru Tonny. Leikurinn fór fjörlega af stað og Þórsarar byrjuðu betur. Ingi Freyr Hilmarsson fékk nægan tíma til að athafna sig vinstra megin á vellinum snemma leiks, hann átti flotta sendingu á David Disztl sem skoraði flott skallamark strax á fimmtu mínútu. Skallinn fór beint yfir Guðjón í markinu sem hefði ef til vill átt að gera betur. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og liðin skiptust á að sækja. Eyjamenn tóku strax við sér og eftir þessa köldu vatnsgusu vökuðu þeir til lífsins. Vörn Þórsara var mjög óstöðug og maður hafði það alltaf á tilfinningunni að menn gerðu mistök, enda mistókst þeim að hreinsa frá, misstu af auðveldum sendingum og þar fram eftir götunum. ÍBV gekk hinsvegar ekki nógu vel að reyna á vörn Þórsara. Heimamenn skoruðu mark sem dæmt var af, Gunnar skallaði hornspyrnu Atla inn, en Magnús Þórisson dæmdi aukaspyrnu. Umdeilt atvik og Þórsarar voru alls ekki sáttir með dóminn. Eftir þetta sótti ÍBV í sig veðrið en Srjdan Rakjovic átti frábæran fyrri hálfleik í markinu. Hann varði nokkur góð færi og það nýttu Þórsarar sér. Eftir skyndisókn átti Gunnar Már langa sendingu fram á Svein Elías sem spólaði sig í gegn, varnarmaður náði honum en Sveinn gerði vel og náði fínu skoti sem söng í netinu. Aftur er ef til vill hægt að setja spurningamerki við markmanninn. Skotið var á nærstöngina og virtist ekki vera fast. Enn sótti ÍBV og liðið uppskar loksins mark. Ian Jeffs skoraði þá af stuttu færi eftir horn en það fékk ÍBV þegar Eiður átti skot úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Srjdan varði vel. Eyjmenn sóttu áfram, bæði Tryggvi og Andri Ólafsson fengu færi en Srjdan sá við þeim. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Þór í fjörugum leik. Þórsarar ætluðu greinilega að verja forskotið og spiluðu þétta vörn. Samt fengu þeir tvö færi í byrjun seinni hálfleiks áður en ÍBV hóf sóknarlotur sínar. Srjdan varði áfram frábærlega, meðal annars glæsilegan skalla frá Rasmusi og Linta bjargaði einnig á síðustu stundu, frábær vörn þar þegar Eyjamenn voru í dauðafæri. Gísli Páll bjargaði á línu og Matt Garner skaut framhjá úr dauðafæri. Eyjamenn sóttu án afláts síðustu mínúturnar en Srjdan var frábær, varði og greip vel inn í. Þórsarar töfðu leikinn vel og skynsamlega, fóru sér engu óðslega í kvöld. Þeir vildu einnig fá víti undir lokin og höfðu nokkuð til síns máls eftir bakhrindingu í teignum. Þórsarar lönduðu sigrinum og mega þakka Srjdan fyrir. Hann var frábær en Eyjamenn naga sig í handarbökin fyrir að nýta ekki færin. Virkilega góður sigur Þórsara á ÍBV staðreynd.Þór 2-1 ÍBV 1-0 (David Diztl (5).) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (31.) 2-1 Ian Jeffs (37.)Skot (á mark): 8 – 16 (4-10)Varin skot: Srjdan 8 – 2 GuðjónHorn: 5-14Aukaspyrnur fengnar: 11 - 10Rangstöður: 4-3Áhorfendur: 765Dómari: Magnús Þórisson 7Þór (4-3-3):Srdjan Rajkovic 8* Maður leiksins. Gísli Páll Helgason 7 Þorsteinn Ingason 6 Janez Vrenko 6 Ingi Freyr Hilmarsson 7 Sveinn Elías Jónsson 7 (61. Sigurður Marínó Kristjánsson 6) Aleksandar Linta 7 (77. Hallgrímur Már Hallgrímsson -) Atli Sigurjónsson 6 Gunnar Már Guðmundsson 7 Ármann Pétur Ævarsson 6 David Disztl 7 (66. Pétur Heiðar Kristjánsson 6)ÍBV (4-3-3): Guðjón Orri Sigurjónsson 4 Kelvin Mellor 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Finnur Ólafsson 5 (77. Denis Sytnik -) Arnór Eyvar Ólafsson 5 (65. Bryan Hughes 6) Ian Jeffs 6 (77. Guðmundur Þórarinsson -) Andri Ólafsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Þórsarar unnu virkilega góðan sigur á ÍBV á heimavelli sínum á Akureyri í kvöld. Þeir geta þakkað Srjdan Rajkovic markmanni sínum fyrir stigin þrjú en hann átti magnaðan leik í 2-1 sigrinum. Þrír Þórsarar voru í agabanni í leiknum í kvöld eftir að hafa kíkt á skemmtanalífið og fengið sér í glas um síðustu helgi. Þetta voru Atli Jens Albertsson, Kristján Páll Hannesson og Jóhann Helgi Hannesson. Það munaði um minna fyrir Þór. Í marki ÍBV stóð Guðjón Orri Sigurjónsson, í fjarveru Abels Dhairi, sem var fastur erlendis eins og Tonny Mawejje eftir landsleik með Úganda, og Alberts Sævarssonar sem er með gat á lunga. Arnór Eyvar Ólafsson var á miðjunni í fjarveru Tonny. Leikurinn fór fjörlega af stað og Þórsarar byrjuðu betur. Ingi Freyr Hilmarsson fékk nægan tíma til að athafna sig vinstra megin á vellinum snemma leiks, hann átti flotta sendingu á David Disztl sem skoraði flott skallamark strax á fimmtu mínútu. Skallinn fór beint yfir Guðjón í markinu sem hefði ef til vill átt að gera betur. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og liðin skiptust á að sækja. Eyjamenn tóku strax við sér og eftir þessa köldu vatnsgusu vökuðu þeir til lífsins. Vörn Þórsara var mjög óstöðug og maður hafði það alltaf á tilfinningunni að menn gerðu mistök, enda mistókst þeim að hreinsa frá, misstu af auðveldum sendingum og þar fram eftir götunum. ÍBV gekk hinsvegar ekki nógu vel að reyna á vörn Þórsara. Heimamenn skoruðu mark sem dæmt var af, Gunnar skallaði hornspyrnu Atla inn, en Magnús Þórisson dæmdi aukaspyrnu. Umdeilt atvik og Þórsarar voru alls ekki sáttir með dóminn. Eftir þetta sótti ÍBV í sig veðrið en Srjdan Rakjovic átti frábæran fyrri hálfleik í markinu. Hann varði nokkur góð færi og það nýttu Þórsarar sér. Eftir skyndisókn átti Gunnar Már langa sendingu fram á Svein Elías sem spólaði sig í gegn, varnarmaður náði honum en Sveinn gerði vel og náði fínu skoti sem söng í netinu. Aftur er ef til vill hægt að setja spurningamerki við markmanninn. Skotið var á nærstöngina og virtist ekki vera fast. Enn sótti ÍBV og liðið uppskar loksins mark. Ian Jeffs skoraði þá af stuttu færi eftir horn en það fékk ÍBV þegar Eiður átti skot úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Srjdan varði vel. Eyjmenn sóttu áfram, bæði Tryggvi og Andri Ólafsson fengu færi en Srjdan sá við þeim. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Þór í fjörugum leik. Þórsarar ætluðu greinilega að verja forskotið og spiluðu þétta vörn. Samt fengu þeir tvö færi í byrjun seinni hálfleiks áður en ÍBV hóf sóknarlotur sínar. Srjdan varði áfram frábærlega, meðal annars glæsilegan skalla frá Rasmusi og Linta bjargaði einnig á síðustu stundu, frábær vörn þar þegar Eyjamenn voru í dauðafæri. Gísli Páll bjargaði á línu og Matt Garner skaut framhjá úr dauðafæri. Eyjamenn sóttu án afláts síðustu mínúturnar en Srjdan var frábær, varði og greip vel inn í. Þórsarar töfðu leikinn vel og skynsamlega, fóru sér engu óðslega í kvöld. Þeir vildu einnig fá víti undir lokin og höfðu nokkuð til síns máls eftir bakhrindingu í teignum. Þórsarar lönduðu sigrinum og mega þakka Srjdan fyrir. Hann var frábær en Eyjamenn naga sig í handarbökin fyrir að nýta ekki færin. Virkilega góður sigur Þórsara á ÍBV staðreynd.Þór 2-1 ÍBV 1-0 (David Diztl (5).) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (31.) 2-1 Ian Jeffs (37.)Skot (á mark): 8 – 16 (4-10)Varin skot: Srjdan 8 – 2 GuðjónHorn: 5-14Aukaspyrnur fengnar: 11 - 10Rangstöður: 4-3Áhorfendur: 765Dómari: Magnús Þórisson 7Þór (4-3-3):Srdjan Rajkovic 8* Maður leiksins. Gísli Páll Helgason 7 Þorsteinn Ingason 6 Janez Vrenko 6 Ingi Freyr Hilmarsson 7 Sveinn Elías Jónsson 7 (61. Sigurður Marínó Kristjánsson 6) Aleksandar Linta 7 (77. Hallgrímur Már Hallgrímsson -) Atli Sigurjónsson 6 Gunnar Már Guðmundsson 7 Ármann Pétur Ævarsson 6 David Disztl 7 (66. Pétur Heiðar Kristjánsson 6)ÍBV (4-3-3): Guðjón Orri Sigurjónsson 4 Kelvin Mellor 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 5 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Finnur Ólafsson 5 (77. Denis Sytnik -) Arnór Eyvar Ólafsson 5 (65. Bryan Hughes 6) Ian Jeffs 6 (77. Guðmundur Þórarinsson -) Andri Ólafsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki