Enski boltinn

Lehman ætlar að leika með Arsenal út leiktíðina

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Arsene Wenger þarf að hafa alla góða hjá Arsenal en Manuel Almunia og Jens Lehman verða valkostir hans í næstu leikjum.
Arsene Wenger þarf að hafa alla góða hjá Arsenal en Manuel Almunia og Jens Lehman verða valkostir hans í næstu leikjum. Nordic Photos / Getty Images
Jens Lehman hefur ákveðið að semja við Arsenal og mun þýski markvörðurinn leika með sínu gamla liði út leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni. Lehman er 41 árs gamall en hann fór frá félaginu árið 2008. Arsenal þarf að leysa vandamál sem komið er upp hjá liðinu en tveir af þremur markvörðum liðsins eru meiddir og Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins hefur ekki fullt traust til Manuel Almunia.

Wojciech Szczesny er meiddur á fingri og verður hann frá í sex vikur, Lukasz Fabianski er úr leik út leiktíðina vegna aðgerðar á öxl, Vito Mannone er í láni hjá Hull og hinn 19 ára gamli James Shea er ekki með þá reynslu sem til þarf í slíkt verkefni.

Almunia og Lehman eru ekki perluvinir eftir að Almunia tókst að komast í byrjunarliðið árið 2007. Ýmis orð féllu í kjölfarið en Lehman segir að það sé allt saman búið og gleymt. Lehman var síðast í herbúðum Stuttgart 2008-2010 en hann var hjá Arsenal 2003-2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×