Enski boltinn

Liverpool hefur ekki hafið formlegar viðræður við Dalglish

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því á undanförnum vikum að Kenny Dalglish standi til boða að skrifa undir tveggja ára samning
Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því á undanförnum vikum að Kenny Dalglish standi til boða að skrifa undir tveggja ára samning Nordic Photos/Getty Images
John Henry eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool segir að félagið hafi ekki rætt formlega við Kenny Dalglish knattspyrnustjóra liðsins um framlengingu á núverandi samningi hans við félagið. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því á undanförnum vikum að Dalglish standi til boða að skrifa undir tveggja ára samning en Henry segir að málið sé mun styttra á veg komið.

Dalglish hefur náð fínum úrslitum frá því hann tók við liðinu af Roy Hodgson í janúar. Þar meðal hefur liðið lagt Chelsea og Manchester United að velli.

Henry segir í viðtali við Daily Telegraph að stjórn Liverpool eigi eftir að fara í formlega viðræður við knattspyrnustjórann og það sé ekki búið að finna hentugan tíma í það ferli.

Stuðningsmenn Liverpool og flestir leikmenn liðsins eru á þeirri skoðun að hinn sextugi Skoti sé rétti maðurinn í starfið. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að eigendur Liverpool gætu farið þá leið að ráða yngri þjálfara frá meginlandi Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×