Enski boltinn

Meiðsli Djourou ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Johan Djourou hefur verið einn besti varnarmaðurinn í liði Arsenal í vetur í ensku úrvalsdeildinni.
Johan Djourou hefur verið einn besti varnarmaðurinn í liði Arsenal í vetur í ensku úrvalsdeildinni.
Johan Djourou hefur verið einn besti varnarmaðurinn í liði Arsenal í vetur í ensku úrvalsdeildinni og það var mikið áfall fyrir liðið að hann fór úr axlarlið gegn Manchester United um s.l. helgi.

Í fyrstu var talið að svissneski landsliðsmaðurinn myndi ekki leika fleiri leiki á tímabilinu en læknar svissneska landsliðsins eru á þeirri skoðun að meiðslin séu ekki eins alvarleg og óttast var.

Á heimasíðu svissneska knattspyrnusambandsins er greint frá því að Djourou gæti leikið á ný í lok mars – og þeir gera sér vonir um að Djourou geti leikið gegn Búlgaríu þann 26. mars í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×