Enski boltinn

Alex verður með Chelsea um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex og John Terry.
Alex og John Terry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brasilíski varnarmaðurinn Alex verður með Chelsea-liðinu á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hann hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðan í nóvember. Alex verður hinsvegar ekki með á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á morgun.

„Alex mun ekki spila á morgun en hann verður með á sunnudaginn," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.

Yossi Benayoun er einnig að byrja að æfa aftur með Chelsea eftir að hafa verið frá síðan í september eftir vegna meiðsla á hásin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×