Hjörtur Logi: Ætla að vinna mér fast sæti í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 10:30 Hjörtur Logi Valgarðsson. Mynd/Vilhelm Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við spiluðum fínan varnarleik en það vantaði upp á við þorðum að halda boltanum og spila honum. Ég er sáttur með að fá tækifærið og tel mig hafa staðið mig þokkalega þarna," segir Hjörtur Logi. „Ég er búin að vera í 21 árs landsliðinu og nú er næsta skrefið að komast upp í A-landsliðið. Það er búið að vera markmiðið hjá mér að komast upp í A-landsliðið og það var mjög fínt að fá þetta tækifæri. Nú er bara að halda áfram og reyna að festa mig í þessari stöðu," segir Hjörtur en íslenska liðið mætir Kýpur í kvöld sem er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Kýpverjarnir eru ekki með neitt slakt lið og þeir eru mjög öflugir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá hérna. Við þurfum að leggja okkur alla fram. Þeir eru engin sýnd veiði. Við þurfum að fá hundrað prósent framlag frá hverjum einasta leikmanni til þess að vinna þennan leik," segir Hjörtur sem fær vonandi að koma eitthvað meira fram á völlinn í kvöld en í leiknum í Osló. „Við ætlum að reyna að leggja upp með það að spila aðeins meiri sóknarleik, reyna að halda boltanum og spila honum á milli. Það vantaði á móti Norðmönnum en við ættum að fá fleiri tækifæri til þess á morgun sérstaklega þar sem við erum á heimavelli. Vonandi fær maður aðeins meiri þátt í sóknarleiknum," segir Hjörtur Logi og bætir við: „Kýpur er með sterkt lið og það má ekkert vanmeta þá. Við verðum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá. Þetta fer að verða síðasta tækifærið til þess að vinna leik í þessum riðli. Við eigum síðan eftir útileik á móti Portúgölum þannig að þetta er nánast síðasti möguleikinn til þess að vinna leik. Ég held að allir séu mjög einbeittir og vilji virkilega vinna einn leik í þessum riðli aðeins til að lyfta upp ímyndinni hjá landsliðinu," segir Hjörtur Logi. Hjörtur Logi kemur fullur sjálfstraust en hann hefur verið að standa sig vel með sænska liðinu IFK Gautaborg. „Það hefur gengið vel í Svíþjóð og ég nýti mér það. Ég er reynslumeiri og tel mig hafa bætt mig mikið þar. Ég set stefnuna á að vinna mér fast sæti í vinstri bakverðinum í landsliðinu," sagði Hjörtur Logi að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Hjörtur Logi Valgarðsson átti flottan leik þegar Ísland tapaði á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var en Ólafur Jóhannesson gaf honum þá sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik. „Þetta var allt í lagi hjá okkur. Við spiluðum fínan varnarleik en það vantaði upp á við þorðum að halda boltanum og spila honum. Ég er sáttur með að fá tækifærið og tel mig hafa staðið mig þokkalega þarna," segir Hjörtur Logi. „Ég er búin að vera í 21 árs landsliðinu og nú er næsta skrefið að komast upp í A-landsliðið. Það er búið að vera markmiðið hjá mér að komast upp í A-landsliðið og það var mjög fínt að fá þetta tækifæri. Nú er bara að halda áfram og reyna að festa mig í þessari stöðu," segir Hjörtur en íslenska liðið mætir Kýpur í kvöld sem er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Kýpverjarnir eru ekki með neitt slakt lið og þeir eru mjög öflugir. Við þurfum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá hérna. Við þurfum að leggja okkur alla fram. Þeir eru engin sýnd veiði. Við þurfum að fá hundrað prósent framlag frá hverjum einasta leikmanni til þess að vinna þennan leik," segir Hjörtur sem fær vonandi að koma eitthvað meira fram á völlinn í kvöld en í leiknum í Osló. „Við ætlum að reyna að leggja upp með það að spila aðeins meiri sóknarleik, reyna að halda boltanum og spila honum á milli. Það vantaði á móti Norðmönnum en við ættum að fá fleiri tækifæri til þess á morgun sérstaklega þar sem við erum á heimavelli. Vonandi fær maður aðeins meiri þátt í sóknarleiknum," segir Hjörtur Logi og bætir við: „Kýpur er með sterkt lið og það má ekkert vanmeta þá. Við verðum að eiga mjög góðan leik til að vinna þá. Þetta fer að verða síðasta tækifærið til þess að vinna leik í þessum riðli. Við eigum síðan eftir útileik á móti Portúgölum þannig að þetta er nánast síðasti möguleikinn til þess að vinna leik. Ég held að allir séu mjög einbeittir og vilji virkilega vinna einn leik í þessum riðli aðeins til að lyfta upp ímyndinni hjá landsliðinu," segir Hjörtur Logi. Hjörtur Logi kemur fullur sjálfstraust en hann hefur verið að standa sig vel með sænska liðinu IFK Gautaborg. „Það hefur gengið vel í Svíþjóð og ég nýti mér það. Ég er reynslumeiri og tel mig hafa bætt mig mikið þar. Ég set stefnuna á að vinna mér fast sæti í vinstri bakverðinum í landsliðinu," sagði Hjörtur Logi að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira