Enski boltinn

Taarabt dreymir enn um PSG

Taarabt fagnar hér með Heiðari Helgu og Joey Barton um helgina.
Taarabt fagnar hér með Heiðari Helgu og Joey Barton um helgina.
Adel Taarabt, leikmaður QPR, virðist hugsa um lítið annað að komast frá QPR. Þá helst vill hann komast til PSG í Frakklandi og vonast leikmaðurinn eftir því að franska liðið geri tilboð í janúar.

PSG var mjög spennt fyrir því að kaupa Taarabt en yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Leonardo, hefur áhyggjur af skapinu í leikmanninum.

"Hann hefur áhyggjur af skapinu í mér en honum var tjáð af mönnum hjá QPR að hann yrði að stýra mér. Þeim hefði tekist það er við unnum okkur sæti í úrvalsdeildinni," sagði Taarabt.

"Þetta er samt bara afsökun hjá Leonardo því hann vildi frekar semja við aðra leikmenn á undan mér. Hann vildi kaupa Jeremy Menez, Javier Pastore og vildi jafnvel fá Ganso. Ég veit því að ég verð að standa mig og þá kviknar aftur áhugi hjá félaginu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×