Enski boltinn

Balotelli segir fólki að fara varlega með flugelda

Ítalska vandræðabarnið Mario Balotelli og vinir hans voru næstum búnir að brenna húsið hans upp til agna er þeir léku sér með flugelda um síðustu helgi. Nú er hann aðalmaðurinn í herferð þar sem fólk er minnt á að fara varlega með flugelda.

Slökkviliðið kom heim til Balotelli aðfararnótt síðasta laugardags þar sem eldur af völdum flugelda var laus á baðherbergi kappans.

Leikmaðurinn segist vera alsaklaus og kennir vinum sínum um að hafa verið að skjóta flugeldum út af baðherberginu.

"Sem betur fer fór allt vel. Vinur minn bað mig afsökunar enda var þetta ótrúlega heimskulegt af honum. Það hefði einhver getað slasast og ég var mjög reiður út í hann," sagði Balotelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×