Sonur Mancini neitaði að koma inn á í leik með varaliði City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2011 21:58 Nordic Photos / Getty Images Enska götublaðið The Mirror greinir frá því á vefsíðu sinni í kvöld að sonur Roberto Mancini, knattspyrnustjóra Manchester City, hafi neitað að koma inn á sem varamaður í leik varaliðs félagsins fyrir fáeinum vikum síðan. Allt hefur verið á öðrum endanum í knattspyrnuheiminum eftir að Carlos Tevez neitaði að koma inn á sem varamaður í leik City gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu á miðvikdagskvöldið. Þetta staðhæfði Mancini eftir leikinn og sagði enn fremur að Tevez myndi aldrei spila framar með liðinu undir hans stjórn. Tevez vildi hins vegar sjálfur meina að málið hafi komið til vegna misskilnings og að hann hafi ekki neitað að fara inn á. Filippo Mancini er tvítugur sonur Roberto Mancini og er á mála hjá ítölsku neðrideildarliði. Fyrir sex vikum síðan, þann 10. ágúst, var hann á skýrslu fyrir æfingaleik varaliða City og Liverpool og var beðinn um að koma inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Filippo neitaði, blótaði þjálfara varaliðsins í sand og ösku og fór í fússi frá vellinum eftir leikinn. Fullyrt er í fréttinni að talsmaður Manchester City hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað en að Roberto Mancini hafi ekki heyrt af því fyrr en í dag. Filippo var ekki refsað en talsmaðurinn tók skýrt fram að hann er ekki á samningi hjá Manchester City og að leikurinn við Liverpool hafi verið æfingaleikur - ekki keppnisleikur. Því hafi ekki verið hægt að refsa honum sérstaklega, þar sem hann er ekki á samningi hjá félaginu og þiggur ekki laun. Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Enska götublaðið The Mirror greinir frá því á vefsíðu sinni í kvöld að sonur Roberto Mancini, knattspyrnustjóra Manchester City, hafi neitað að koma inn á sem varamaður í leik varaliðs félagsins fyrir fáeinum vikum síðan. Allt hefur verið á öðrum endanum í knattspyrnuheiminum eftir að Carlos Tevez neitaði að koma inn á sem varamaður í leik City gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu á miðvikdagskvöldið. Þetta staðhæfði Mancini eftir leikinn og sagði enn fremur að Tevez myndi aldrei spila framar með liðinu undir hans stjórn. Tevez vildi hins vegar sjálfur meina að málið hafi komið til vegna misskilnings og að hann hafi ekki neitað að fara inn á. Filippo Mancini er tvítugur sonur Roberto Mancini og er á mála hjá ítölsku neðrideildarliði. Fyrir sex vikum síðan, þann 10. ágúst, var hann á skýrslu fyrir æfingaleik varaliða City og Liverpool og var beðinn um að koma inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Filippo neitaði, blótaði þjálfara varaliðsins í sand og ösku og fór í fússi frá vellinum eftir leikinn. Fullyrt er í fréttinni að talsmaður Manchester City hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað en að Roberto Mancini hafi ekki heyrt af því fyrr en í dag. Filippo var ekki refsað en talsmaðurinn tók skýrt fram að hann er ekki á samningi hjá Manchester City og að leikurinn við Liverpool hafi verið æfingaleikur - ekki keppnisleikur. Því hafi ekki verið hægt að refsa honum sérstaklega, þar sem hann er ekki á samningi hjá félaginu og þiggur ekki laun.
Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn