Þorsteinn Ingason: Gunnar Már róar þá stressuðu niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2011 10:30 Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs segir sína menn ekki hræðast neitt. Verði vart við stress hjá einhverjum leikmanni Þórsara rói Gunnar Már Guðmundsson þá niður. Gunnar leikur í úrslitum í fjórða skipti á fimm árum. „Þetta er stærsti leikur sem að klúbburinn hefur farið í. Við ætlum að reyna að gera þetta eftirminnilegt og erum mjög spenntir fyrir þessu." Leið Þórsara í úrslitaleikin er athyglisverð en óhætt er að segja að liðið hafi komið mjög á óvart að komast í úrslitin. „Já, við höfum fengið þrjú úrvalsdeildarlið og höfum staðið okkur mjög vel hingað til. Við stefnum á að halda því áfram. Við erum ánægðir að vera komnir hingað en viljum meira. Viljum taka þetta síðasta skref." Þrír lykilmenn Þórsara voru hvíldir í 5-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla síðastliðinn sunnudag. Leikmennirnir áttu á hættu að fara í leikbann ef þeir fengju gult spjald. „Palli tók þá ákvörðun. Hann vildi hafa allan mannskapinn til taks í þessum leik. Gaf þeim leikmönnum frí sem áttu á hættu að lenda í banni. Aðrir sem voru tæpir voru á bekknum eða ekki með," segir Þorsteinn. Hann veit ekki til þess að neinn sé meiddur. Allir hljóti að vera klárir í svona leik. Þórsarar unnu baráttusigur gegn Fram á Laugardalsvellinum fyrr í sumar. Þeir eiga því ágætar minningar frá þjóðarleikvangnum. „Já, við komum og spiluðum við Fram í annarri umferð. Við náðum að pota inn marki eftir 45 mínútur og svo vörðumst við í 45 mínútur eftir það. Það var gaman að ná sigri í þeim leik og við erum með ágætis record á þessum velli." KR vann Þór nokkuð örugglega í viðureign félaganna á KR-vellinum fyrr í sumar. Þórsarar voru gagnrýndir fyrir sókndirfsku sína í leiknum. „Við erum svo sem búnir að lenda í ýmsu og prófa ýmislegt. KR-ingarnir mættu mjög grimmir til leiks í þeim leik en við vorum ekki alveg tilbúnir í slaginn þá. Það situr ekkert í okkur. Við erum búnir að vinna vel í okkar málum og þetta verður allt annar leikur." Það mætti ætla að Þórsarar gætu verið stressaðir fyrir stórleikinn í dag. Þorsteinn efast um það og hefur lausn á reiðum höndum ef stress gerir vart við sig. „Við hræðumst ekki neitt. Við erum ýmsu vanir og það eru strákar innan liðsins sem eru búnir að spila stóra leiki hér og þar. Við erum með manninn sem er í bikarúrslitum á hverju ári þannig að ef einhver er stressaður þá róar hann þá bara niður," segir Þorsteinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sjá meira
Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs segir sína menn ekki hræðast neitt. Verði vart við stress hjá einhverjum leikmanni Þórsara rói Gunnar Már Guðmundsson þá niður. Gunnar leikur í úrslitum í fjórða skipti á fimm árum. „Þetta er stærsti leikur sem að klúbburinn hefur farið í. Við ætlum að reyna að gera þetta eftirminnilegt og erum mjög spenntir fyrir þessu." Leið Þórsara í úrslitaleikin er athyglisverð en óhætt er að segja að liðið hafi komið mjög á óvart að komast í úrslitin. „Já, við höfum fengið þrjú úrvalsdeildarlið og höfum staðið okkur mjög vel hingað til. Við stefnum á að halda því áfram. Við erum ánægðir að vera komnir hingað en viljum meira. Viljum taka þetta síðasta skref." Þrír lykilmenn Þórsara voru hvíldir í 5-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla síðastliðinn sunnudag. Leikmennirnir áttu á hættu að fara í leikbann ef þeir fengju gult spjald. „Palli tók þá ákvörðun. Hann vildi hafa allan mannskapinn til taks í þessum leik. Gaf þeim leikmönnum frí sem áttu á hættu að lenda í banni. Aðrir sem voru tæpir voru á bekknum eða ekki með," segir Þorsteinn. Hann veit ekki til þess að neinn sé meiddur. Allir hljóti að vera klárir í svona leik. Þórsarar unnu baráttusigur gegn Fram á Laugardalsvellinum fyrr í sumar. Þeir eiga því ágætar minningar frá þjóðarleikvangnum. „Já, við komum og spiluðum við Fram í annarri umferð. Við náðum að pota inn marki eftir 45 mínútur og svo vörðumst við í 45 mínútur eftir það. Það var gaman að ná sigri í þeim leik og við erum með ágætis record á þessum velli." KR vann Þór nokkuð örugglega í viðureign félaganna á KR-vellinum fyrr í sumar. Þórsarar voru gagnrýndir fyrir sókndirfsku sína í leiknum. „Við erum svo sem búnir að lenda í ýmsu og prófa ýmislegt. KR-ingarnir mættu mjög grimmir til leiks í þeim leik en við vorum ekki alveg tilbúnir í slaginn þá. Það situr ekkert í okkur. Við erum búnir að vinna vel í okkar málum og þetta verður allt annar leikur." Það mætti ætla að Þórsarar gætu verið stressaðir fyrir stórleikinn í dag. Þorsteinn efast um það og hefur lausn á reiðum höndum ef stress gerir vart við sig. „Við hræðumst ekki neitt. Við erum ýmsu vanir og það eru strákar innan liðsins sem eru búnir að spila stóra leiki hér og þar. Við erum með manninn sem er í bikarúrslitum á hverju ári þannig að ef einhver er stressaður þá róar hann þá bara niður," segir Þorsteinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sjá meira