Íslenski boltinn

Fjalar genginn til liðs við KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fjalar Þorgeirsson í búningi KR.
Fjalar Þorgeirsson í búningi KR. Mynd/Heimasíða KR
Markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson hefur gert tveggja ára samning við KR en hann hefur undanfarin ár leikið með Fylki.

Fjalar lék lengi vel með Þrótti og kom til greina að hann færi aftur þangað. En hann hefur æft með KR-ingum að undanförnu og hefur nú samið við félagið. Fjalar hefur einnig spilað með Fram á ferlinum.

Búast má við að Fjalar verði varamaður fyrir Hannes Þór Halldórsson, besta mann Íslandsmótsins síðastliðið sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×