Fótbolti

Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexandre Pato er búinn að skora í tveimur landsleikjum í röð.
Alexandre Pato er búinn að skora í tveimur landsleikjum í röð. Mynd/AP
Brasilíska landsliðið hefur byrjað vel undir stjórn Mano Menezes sem tók við liðinu af Dunga sem var rekinn eftir HM í Suður-Afríku í sumar. Brasilía vann 3-0 sigur á Íran í Abu Dhabi í gær í öðrum leiknum undir hans stjórn en hafði unnið 2-0 sigur á Bandaríkjamönnum í fyrsta leiknum.

Daniel Alves skoraði fyrsta mark leiksins á glæsilegan hátt beint úr aukaspyrnu strax á 14. mínútu og Alexandre Pato bætti síðan við öðrum marki eftir klassíska brasilíska sókn á 69. mínútu. Pato fékk ekki að fara á HM en hefur skorað í tveimur fyrstu leikjunum undir stjórn Menezes.

Það var síðan varamaðurinn Nilmar sem innsiglaði 3-0 sigur í uppbótartíma. Það er hægt að sjá öll mörkin með því að smella hér.

„Við erum þessa stundina að prófa nýja leikmenn og sjá hvernig þeir koma út á þessu getustigi. Við erum rétt að byrja að búa til nýtt og það er mikil vinna sem bíður okkar," sagði Menezes eftir leikinn. en framundan eru síðan æfingaleikir á móti Úkraínu og Argentinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×