Bjarni Þór tryggði strákunum dýrmætt stig í Magdeburg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2010 17:42 Kolbeinn Sigþórsson í leiknum í kvöld. Mynd/GettyImages Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins. Timo Gebhart, sem var einn besti leikmaður Stuttgart á móti Barcelona í Meistaradeildinni í dögunum, kom Þýskalandi í 1-0 á 10. mínútu leiksins. Gebhart skallaði þá boltann í tómt markið eftir að Haraldur Björnsson, markvörður, hafði misreiknað fyrirgjöf frá vinstri. Það tók íslenska liðið ekki nema þrettán mínútur að jafna leikinn. Kolbeinn Sigþórsson vann boltann af aftasta varnarmanni Þjóðverja, boltinn fór til Birkis Bjarnasonar sem átti misheppnað skot sem varð að frábærri sendingu inn á Kolbein. Kolbeinn var ekki lengi að átta sig, tók markvörðinn úr jafnvægi með móttökunni og skoraði örugglega. Þýska liðið hóf seinni hálfleikinn á algjörri stórsókn og eftir að íslenska liðið hafði verið í hálfgerði nauðvörn í nokkrar mínútur varð eitthvað undan að láta. Julian Schieber fylgdi þá eftir skoti Timo Gebhart í varnarmann og kom Þýskalandi í 2-1 á 50. mínútu. Íslenska liðið lifði af stórsókn Þjóðverja í kjölfar marksins og sótti síðan í sig veðrið það sem eftir lifði leiks. Bjarni Þór Viðarsson skoraði síðan jöfnunarmarkið á 77. mínútu eftir að hafa fengið stutta sendingu frá Kolbeini Sigþórssyni eftir frábæra íslenska sókn. Kolbeinn virtist þó ætla að leggja boltann fyrir sig eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Bjarni var fljótur að átta sig og skoraði með góðu skoti í stöngina og inn. Hólmar Örn Eyjólfsson og Bjarni Þór Viðarsson björguðu síðan tvisvar á marklínu frá Timo Gebhart á lokamínútum leiksins. Í bæði skiptin þurfti frábær tilþrif frá þeim félögum svo að þessi snjalli leikmaður Stuttgart tryggði Þjóðverjum ekki sigur.Íslenska liðið er nú með þrettán stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Tékka en jafnframt fimm stigum á undan Þjóðverjum. Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins. Timo Gebhart, sem var einn besti leikmaður Stuttgart á móti Barcelona í Meistaradeildinni í dögunum, kom Þýskalandi í 1-0 á 10. mínútu leiksins. Gebhart skallaði þá boltann í tómt markið eftir að Haraldur Björnsson, markvörður, hafði misreiknað fyrirgjöf frá vinstri. Það tók íslenska liðið ekki nema þrettán mínútur að jafna leikinn. Kolbeinn Sigþórsson vann boltann af aftasta varnarmanni Þjóðverja, boltinn fór til Birkis Bjarnasonar sem átti misheppnað skot sem varð að frábærri sendingu inn á Kolbein. Kolbeinn var ekki lengi að átta sig, tók markvörðinn úr jafnvægi með móttökunni og skoraði örugglega. Þýska liðið hóf seinni hálfleikinn á algjörri stórsókn og eftir að íslenska liðið hafði verið í hálfgerði nauðvörn í nokkrar mínútur varð eitthvað undan að láta. Julian Schieber fylgdi þá eftir skoti Timo Gebhart í varnarmann og kom Þýskalandi í 2-1 á 50. mínútu. Íslenska liðið lifði af stórsókn Þjóðverja í kjölfar marksins og sótti síðan í sig veðrið það sem eftir lifði leiks. Bjarni Þór Viðarsson skoraði síðan jöfnunarmarkið á 77. mínútu eftir að hafa fengið stutta sendingu frá Kolbeini Sigþórssyni eftir frábæra íslenska sókn. Kolbeinn virtist þó ætla að leggja boltann fyrir sig eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Bjarni var fljótur að átta sig og skoraði með góðu skoti í stöngina og inn. Hólmar Örn Eyjólfsson og Bjarni Þór Viðarsson björguðu síðan tvisvar á marklínu frá Timo Gebhart á lokamínútum leiksins. Í bæði skiptin þurfti frábær tilþrif frá þeim félögum svo að þessi snjalli leikmaður Stuttgart tryggði Þjóðverjum ekki sigur.Íslenska liðið er nú með þrettán stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Tékka en jafnframt fimm stigum á undan Þjóðverjum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira