Innlent

Þjófs með dádýrshaus leitað

Dádýrshausinn einnig minjagildi fyrir eigandann, sem hafði sjálfur skotið dýrið á námsárum í Kanada fyrir þrjátíu árum og látið stoppa upp.
Dádýrshausinn einnig minjagildi fyrir eigandann, sem hafði sjálfur skotið dýrið á námsárum í Kanada fyrir þrjátíu árum og látið stoppa upp.

Lögregla leitar grunsamlegs manns með hyrndan dádýrshaus og eldgamlan framhlaðning í fórum sínum. Þjófur sem braust inn í sumarbústað í Miðhúsaskógi í Árnessýslu hafði á brott með sér forláta dádýrshaus og ævagamla byssu, sem er safngripur og ónothæf.

Dádýrshausinn hefur einnig minjagildi fyrir eigandann, sem hafði sjálfur skotið dýrið á námsárum í Kanada fyrir þrjátíu árum og látið stoppa upp. Byssan er svokallaður framhlaðningur, talin frá tíma bandaríska þrælastríðsins, og var hlaðin með því að troða púðri og kúlu inn í hlaupið að framan.

Innbrotið var tilkynnt lögreglu á Selfossi í síðustu viku en eigendur höfðu þá ekki komið í bústaðinn í tvær vikur þannig að líklegt þykir að það hafi verið framið í síðari hluta maímánaðar. Þjófurinn stal einnig ávaxtapressu úr bústaðnum en sérstakt þykir að hann lét rafmagnstæki og áfengi ósnert.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×