Enski boltinn

Reading Post: Ívar á leiðinni til Steve Coppell hjá Bristol City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson. Mynd/Getty Images
Staðarblaðið, Reading Post, segir frá því á vefsíðu sinni í dag að Steve Coppell, nýr stjóri Bristol City, ætli að reyna að fá Ívar Ingimarsson til sín en Ívar spilaði lengi undir stjórn Coppell hjá Reading.

Steve Coppell hefur ekkert þjálfað í ár eða síðan að hann hætti með Reading fyrir ári síðan en hann hefur í vetur unnið við sjónvarpslýsingar frá ensku bikarkeppninni. Coppell er sá stjóri sem hefur náð bestum árangri í 139 ára sögu Reading.

Coppell hefur talað um að það að fá Ívar til Reading hafi verið hans bestu kaup í stjórastól félagsins en þeir unnu einnig saman hjá Brentford á sínum tíma.

Blaðið segir að Ívar sé ekki ánægður með launalækkun í nýjum samningi hjá Reading en hann hefur gengt fyrirliðastöðu liðsins undanfarið..

Ívar er 32 ára gamall og hefur spilað alls 235 deildarleiki fyrir Reading frá árinu 2003. Hann hefur þó ekkert spilað frá því í mars vegna meiðsla aftan í læri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×