Gamlar íþróttahetjur opna gistiheimili í kexverksmiðju 12. nóvember 2010 00:01 Pétur Hafliði ásamt félaga sínum Viðari Þór við Skúlagötuna. Fréttablaðið/Anton Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Þar hyggjast þremenningarnar opna ódýrt gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn. Pétur, Kristinn, vinir og vandamenn hafa að undanförnu hamast við að rífa niður veggi og breyta og bæta eins og þurft hefur. „Við erum gamlir félagar úr Versló, reyndar erum við Dagur gamlir vinir úr sextán ára landsliðinu í fótbolta," segir Pétur þegar Fréttablaðið nær tali af honum. Hann segir þá hafa verið að skoða möguleika á samstarfi og þá rambað á gamla kexverksmiðjuhúsnæðið sem var nánast að hruni komið. „Þarna var engin starfsemi nema á neðstu hæðinni sem hýsir Nýlistasafnið. Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetningin frábær." Pétur segir hugmyndina hafa verið nefnda fyrst í gríni en svo þegar þeir hafi byrjað að kasta henni eða sparka á milli sín hafi hún alltaf orðið betri og betri og nú séu þeir bara í vinnugallanum á fullu. Það er að segja allir nema Dagur. „Helvítið hann Dagur. Hann þykist bara vera að þjálfa eitthvað í Þýskalandi," segir Pétur en Dagur er þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og er með liðið í toppbaráttunni. „En um leið og það fer að halla undir fæti hjá honum verður hann kallaður heim og beðinn um að rífa niður nokkra veggi." Pétur segir mikla möguleika fyrir hendi hvað nýtingu húsnæðisins varðar, þeir vilji vera með kaffihús og menningaratburði. „Þannig að þetta verður ekki bara ódýr gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn heldur líka eitthvað sem Íslendingar geta nýtt sér." Pétur segir þá ætla að halda í gamla kexverksmiðjuandann og þess vegna hafi þeir meðal annars ákveðið að nefna það Kex Hostel. Þeir ætli sér að fara varlega, reksturinn sé ekki byggður á lántökum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Þar hyggjast þremenningarnar opna ódýrt gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn. Pétur, Kristinn, vinir og vandamenn hafa að undanförnu hamast við að rífa niður veggi og breyta og bæta eins og þurft hefur. „Við erum gamlir félagar úr Versló, reyndar erum við Dagur gamlir vinir úr sextán ára landsliðinu í fótbolta," segir Pétur þegar Fréttablaðið nær tali af honum. Hann segir þá hafa verið að skoða möguleika á samstarfi og þá rambað á gamla kexverksmiðjuhúsnæðið sem var nánast að hruni komið. „Þarna var engin starfsemi nema á neðstu hæðinni sem hýsir Nýlistasafnið. Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetningin frábær." Pétur segir hugmyndina hafa verið nefnda fyrst í gríni en svo þegar þeir hafi byrjað að kasta henni eða sparka á milli sín hafi hún alltaf orðið betri og betri og nú séu þeir bara í vinnugallanum á fullu. Það er að segja allir nema Dagur. „Helvítið hann Dagur. Hann þykist bara vera að þjálfa eitthvað í Þýskalandi," segir Pétur en Dagur er þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og er með liðið í toppbaráttunni. „En um leið og það fer að halla undir fæti hjá honum verður hann kallaður heim og beðinn um að rífa niður nokkra veggi." Pétur segir mikla möguleika fyrir hendi hvað nýtingu húsnæðisins varðar, þeir vilji vera með kaffihús og menningaratburði. „Þannig að þetta verður ekki bara ódýr gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn heldur líka eitthvað sem Íslendingar geta nýtt sér." Pétur segir þá ætla að halda í gamla kexverksmiðjuandann og þess vegna hafi þeir meðal annars ákveðið að nefna það Kex Hostel. Þeir ætli sér að fara varlega, reksturinn sé ekki byggður á lántökum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira