Gamlar íþróttahetjur opna gistiheimili í kexverksmiðju 12. nóvember 2010 00:01 Pétur Hafliði ásamt félaga sínum Viðari Þór við Skúlagötuna. Fréttablaðið/Anton Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Þar hyggjast þremenningarnar opna ódýrt gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn. Pétur, Kristinn, vinir og vandamenn hafa að undanförnu hamast við að rífa niður veggi og breyta og bæta eins og þurft hefur. „Við erum gamlir félagar úr Versló, reyndar erum við Dagur gamlir vinir úr sextán ára landsliðinu í fótbolta," segir Pétur þegar Fréttablaðið nær tali af honum. Hann segir þá hafa verið að skoða möguleika á samstarfi og þá rambað á gamla kexverksmiðjuhúsnæðið sem var nánast að hruni komið. „Þarna var engin starfsemi nema á neðstu hæðinni sem hýsir Nýlistasafnið. Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetningin frábær." Pétur segir hugmyndina hafa verið nefnda fyrst í gríni en svo þegar þeir hafi byrjað að kasta henni eða sparka á milli sín hafi hún alltaf orðið betri og betri og nú séu þeir bara í vinnugallanum á fullu. Það er að segja allir nema Dagur. „Helvítið hann Dagur. Hann þykist bara vera að þjálfa eitthvað í Þýskalandi," segir Pétur en Dagur er þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og er með liðið í toppbaráttunni. „En um leið og það fer að halla undir fæti hjá honum verður hann kallaður heim og beðinn um að rífa niður nokkra veggi." Pétur segir mikla möguleika fyrir hendi hvað nýtingu húsnæðisins varðar, þeir vilji vera með kaffihús og menningaratburði. „Þannig að þetta verður ekki bara ódýr gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn heldur líka eitthvað sem Íslendingar geta nýtt sér." Pétur segir þá ætla að halda í gamla kexverksmiðjuandann og þess vegna hafi þeir meðal annars ákveðið að nefna það Kex Hostel. Þeir ætli sér að fara varlega, reksturinn sé ekki byggður á lántökum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Handboltahetjan Dagur Sigurðsson, knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson og athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson hafa skrifað undir fimmtán ára leigusamning á húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Þar hyggjast þremenningarnar opna ódýrt gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn. Pétur, Kristinn, vinir og vandamenn hafa að undanförnu hamast við að rífa niður veggi og breyta og bæta eins og þurft hefur. „Við erum gamlir félagar úr Versló, reyndar erum við Dagur gamlir vinir úr sextán ára landsliðinu í fótbolta," segir Pétur þegar Fréttablaðið nær tali af honum. Hann segir þá hafa verið að skoða möguleika á samstarfi og þá rambað á gamla kexverksmiðjuhúsnæðið sem var nánast að hruni komið. „Þarna var engin starfsemi nema á neðstu hæðinni sem hýsir Nýlistasafnið. Við vildum athuga hvort það væri ekki hægt að bjarga þessu húsi frá því að vera rifið, enda staðsetningin frábær." Pétur segir hugmyndina hafa verið nefnda fyrst í gríni en svo þegar þeir hafi byrjað að kasta henni eða sparka á milli sín hafi hún alltaf orðið betri og betri og nú séu þeir bara í vinnugallanum á fullu. Það er að segja allir nema Dagur. „Helvítið hann Dagur. Hann þykist bara vera að þjálfa eitthvað í Þýskalandi," segir Pétur en Dagur er þjálfari Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og er með liðið í toppbaráttunni. „En um leið og það fer að halla undir fæti hjá honum verður hann kallaður heim og beðinn um að rífa niður nokkra veggi." Pétur segir mikla möguleika fyrir hendi hvað nýtingu húsnæðisins varðar, þeir vilji vera með kaffihús og menningaratburði. „Þannig að þetta verður ekki bara ódýr gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn heldur líka eitthvað sem Íslendingar geta nýtt sér." Pétur segir þá ætla að halda í gamla kexverksmiðjuandann og þess vegna hafi þeir meðal annars ákveðið að nefna það Kex Hostel. Þeir ætli sér að fara varlega, reksturinn sé ekki byggður á lántökum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira