Gylfi og Birkir einu nýliðarnir á móti Andorra - Eiður Smári ekki valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2010 13:11 Gylfi Þór Sigurðsson er loksins kominn í A-landsliðshópinn. Mynd/AFP Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt áðan landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00. Það vekur athygli að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum en einu nýliðarnir eru Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking. Ólafur valdi ekki leikmenn frá Englandi í hópinn þar sem þeir eru allir farnir í frí eftir langt og strangt tímabil. Hann sagði Eið Smára Guðjohnsen ekki vera í standi til þess að spila þennan leik. Liðið er mjög ungt og tíu leikmenn í hópnum eru enn gjaldgengir í 21 árs landsliðið. Árni Gautur Arason er leikreyndasti leikmaður hópsins með 70 leiki en Indriði Sigurðsson hefur leikið 52 leikir og Heiðar Helguason hefur spilað 47 A-landsleiki. Þetta verður í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Íslendingar hafa sigrað Andorra í hinum þremur leikjunum. Þjóðirnar spiluðu síðast á Laugardalsvellinum í ágúst 2002 þar sem Ísland vann öruggan 3-0 sigur. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM 2012 sem hefst í september þegar að Norðmenn mæta á Laugardalsvöll. Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á Laugardalsvelli í ár, hinn fer fram 11. dag ágústmánaðar þegar Liechtensteinar koma í heimsókn. Þetta er fjórði vináttulandsleikurinn af fimm á árinu en áður hafði íslenska landsliðið unnið 2-0 sigur á Færeyjum í Kórnum og gert markalaus jafntefli við Kýpur og Mexíkó.Landsliðshópurinn á móti AndorraMarkmenn Árni Gautur Arason, Odd Grenland (70 landsleikir) Gunnleifur Gunnleifsson, FH (16)Varnarmenn Indriði Sigurðsson, Viking FK (52 landsleikir, 2 mörk) Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK (44/4) Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Sønderjysk E (10) Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik (4) Jón Guðni Fjóluson, Fram (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2)Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Coventry City FC (17) Ólafur Ingi Skúlason, Sønderjysk E (11/1) Rúrik Gíslason, OB (5) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (5) Eggert Gunnþór Jónsson, Heart of Midlothian FC (4) Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan (3) Birkir Bjarnason, Viking Fk (Nýliði) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading FC (Nýliði)Sóknarmenn Heiðar Helguson, Watford FC (47/8) Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk IF (29/5) Arnór Smárason, SC Herenveen (7/1) Kolbeinn Sigþórsson, AZ (2/1) Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt áðan landsliðshóp sinn er mætir Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí kl. 16:00. Það vekur athygli að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum en einu nýliðarnir eru Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading og Birkir Bjarnason hjá Viking. Ólafur valdi ekki leikmenn frá Englandi í hópinn þar sem þeir eru allir farnir í frí eftir langt og strangt tímabil. Hann sagði Eið Smára Guðjohnsen ekki vera í standi til þess að spila þennan leik. Liðið er mjög ungt og tíu leikmenn í hópnum eru enn gjaldgengir í 21 árs landsliðið. Árni Gautur Arason er leikreyndasti leikmaður hópsins með 70 leiki en Indriði Sigurðsson hefur leikið 52 leikir og Heiðar Helguason hefur spilað 47 A-landsleiki. Þetta verður í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna mætast en Íslendingar hafa sigrað Andorra í hinum þremur leikjunum. Þjóðirnar spiluðu síðast á Laugardalsvellinum í ágúst 2002 þar sem Ísland vann öruggan 3-0 sigur. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM 2012 sem hefst í september þegar að Norðmenn mæta á Laugardalsvöll. Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á Laugardalsvelli í ár, hinn fer fram 11. dag ágústmánaðar þegar Liechtensteinar koma í heimsókn. Þetta er fjórði vináttulandsleikurinn af fimm á árinu en áður hafði íslenska landsliðið unnið 2-0 sigur á Færeyjum í Kórnum og gert markalaus jafntefli við Kýpur og Mexíkó.Landsliðshópurinn á móti AndorraMarkmenn Árni Gautur Arason, Odd Grenland (70 landsleikir) Gunnleifur Gunnleifsson, FH (16)Varnarmenn Indriði Sigurðsson, Viking FK (52 landsleikir, 2 mörk) Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK (44/4) Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Sønderjysk E (10) Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik (4) Jón Guðni Fjóluson, Fram (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2)Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Coventry City FC (17) Ólafur Ingi Skúlason, Sønderjysk E (11/1) Rúrik Gíslason, OB (5) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (5) Eggert Gunnþór Jónsson, Heart of Midlothian FC (4) Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan (3) Birkir Bjarnason, Viking Fk (Nýliði) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading FC (Nýliði)Sóknarmenn Heiðar Helguson, Watford FC (47/8) Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk IF (29/5) Arnór Smárason, SC Herenveen (7/1) Kolbeinn Sigþórsson, AZ (2/1)
Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira