Inter Milan vann 2-0 sigur á Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og komust þar með aftur á topp deildarinnar. Inter hefur nú tveimur stigum meira en Roma sem á leik inni um helgina en Roma tók toppsætið af Inter í síðustu umferð.
Maicon skoraði fyrra mark Inter á 75. mínútu en Samuel Eto'o innsiglaði síðan sigurinn á 90. mínútu eftir sendingu frá Sulley Ali Muntari.
Juventus lék manni færri frá 37. mínútu leiksins þegar Mohamed Sissoko fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

