Umfjöllun: Skemmtilegt jöfnunarmark Halldórs Orra Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. ágúst 2010 11:57 Leik Keflvíkinga og Stjörnunnar lauk með 2-2 jafntefli í Keflavík í kvöld. Með þessu halda bæði liðin sætum sínum í 5. og 6. sæti í Pepsi-deildinni. Leikurinn hófst afar fjörlega, fyrsta mark kom eftir aðeins 65 sekúndur og var þar að verki Hörður Sveinsson eftir góða fyrirgjöf frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Boltinn kom inn af hægri kanti og var Hörður einn og óvaldaður og stýrði boltanum glæsilega í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn voru þó ekki lengi að jafna, á 9. Mínútu leiksins skoraði Arnar Már Björgvinsson jöfnunarmark þeirra. Atli Jóhannsson átti þá góða sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og voru þar tveir Stjörnumenn einir gegn Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur. Arnar tók boltann og setti hann undir Lasse en hinsvegar var spurning hvort þeir hafi verið rangstæðir. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út en Keflvíkingar voru þó hættulegri og hefðu getað bætt við. Hörður Sveinsson náði svo aftur forystunni eftir aðeins sjö mínútur í seinni hálfleik, þá kom fyrirgjöfin af vinstri kanti sem Hörður skaut úr en Bjarni varði. Hinsvegar fylgdi Hörður eftir af harðfylgi og náði að pota tánni í boltann og setja hann yfir línuna. Stjarnan náði hinsvegar aftur að jafna og var þar að verki Halldór Orri Björnsson, hann átti fyrirgjöf miðaða á Garðar Jóhannesson sem var nýkominn inn af varamannabekk Stjörnunnar. Garðar hitti ekki boltann en það kom ekki að sök, boltinn lak afar hægt í stöngina og inn og verður þetta alfarið að skrifast á Lasse. Eftir þetta reyndu bæði lið að kreista fram sigur og fengu Keflvíkingar ágætis færi til þess en náðu ekki að nýta sér það og lauk leiknum því 2-2.Keflavík - Stjarnan 2-2 1-0 Hörður Sveinsson (2.) 1-1 Arnar Már Björgvinsson (9.) 2-1 Hörður Sveinsson (52.) 2-2 Halldór Orri Björnsson (80.) Áhorfendur: 970Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 6Skot (á mark): 15-11 (7-3)Varin skot: Lasse 0 – Bjarni Þórður 5Horn: 10-2Aukaspyrnur fengnar: 11-7Rangstöður: 2-2Keflavík (4-5-1): Lasse Jörgensen 4 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 5 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 (85. Jóhann Birnir Guðmundsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Einar Orri Einarsson 7 Guðmundur Steinarsson 5 Magnús Þórir Matthíasson 5 (85. Haukur Ingi Guðnason -) Hörður Sveinsson 7 – maður leiksinsStjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 6 Jóhann Laxdal 5 Atli Jóhannsson 5 Björn Pálsson 6 Arnar Már Björgvinsson 6 (77. Hilmar Þór Hilmarsson -) Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 4 (70. Garðar Jóhannsson 6) Ólafur Karl Finsen 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að smella hér: Keflavík - Stjarnan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Leik Keflvíkinga og Stjörnunnar lauk með 2-2 jafntefli í Keflavík í kvöld. Með þessu halda bæði liðin sætum sínum í 5. og 6. sæti í Pepsi-deildinni. Leikurinn hófst afar fjörlega, fyrsta mark kom eftir aðeins 65 sekúndur og var þar að verki Hörður Sveinsson eftir góða fyrirgjöf frá Matthíasi Þóri Matthíassyni. Boltinn kom inn af hægri kanti og var Hörður einn og óvaldaður og stýrði boltanum glæsilega í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn voru þó ekki lengi að jafna, á 9. Mínútu leiksins skoraði Arnar Már Björgvinsson jöfnunarmark þeirra. Atli Jóhannsson átti þá góða sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur og voru þar tveir Stjörnumenn einir gegn Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur. Arnar tók boltann og setti hann undir Lasse en hinsvegar var spurning hvort þeir hafi verið rangstæðir. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út en Keflvíkingar voru þó hættulegri og hefðu getað bætt við. Hörður Sveinsson náði svo aftur forystunni eftir aðeins sjö mínútur í seinni hálfleik, þá kom fyrirgjöfin af vinstri kanti sem Hörður skaut úr en Bjarni varði. Hinsvegar fylgdi Hörður eftir af harðfylgi og náði að pota tánni í boltann og setja hann yfir línuna. Stjarnan náði hinsvegar aftur að jafna og var þar að verki Halldór Orri Björnsson, hann átti fyrirgjöf miðaða á Garðar Jóhannesson sem var nýkominn inn af varamannabekk Stjörnunnar. Garðar hitti ekki boltann en það kom ekki að sök, boltinn lak afar hægt í stöngina og inn og verður þetta alfarið að skrifast á Lasse. Eftir þetta reyndu bæði lið að kreista fram sigur og fengu Keflvíkingar ágætis færi til þess en náðu ekki að nýta sér það og lauk leiknum því 2-2.Keflavík - Stjarnan 2-2 1-0 Hörður Sveinsson (2.) 1-1 Arnar Már Björgvinsson (9.) 2-1 Hörður Sveinsson (52.) 2-2 Halldór Orri Björnsson (80.) Áhorfendur: 970Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 6Skot (á mark): 15-11 (7-3)Varin skot: Lasse 0 – Bjarni Þórður 5Horn: 10-2Aukaspyrnur fengnar: 11-7Rangstöður: 2-2Keflavík (4-5-1): Lasse Jörgensen 4 Guðjón Árni Antoníusson 5 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 5 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 (85. Jóhann Birnir Guðmundsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Einar Orri Einarsson 7 Guðmundur Steinarsson 5 Magnús Þórir Matthíasson 5 (85. Haukur Ingi Guðnason -) Hörður Sveinsson 7 – maður leiksinsStjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 6 Jóhann Laxdal 5 Atli Jóhannsson 5 Björn Pálsson 6 Arnar Már Björgvinsson 6 (77. Hilmar Þór Hilmarsson -) Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 4 (70. Garðar Jóhannsson 6) Ólafur Karl Finsen 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að smella hér: Keflavík - Stjarnan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira