Aðildarviðræður tengdar Icesave 19. júní 2010 06:00 Leiðtogar Evrópusambandsins á fundi sínum 17. júní Á myndinni sjást meðal annars Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. nordicphotos/AFP Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal annarra atriða sem tengjast eftirlitsstofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu, segist hafa heimildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfirlýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hollendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarerindreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarviðræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið blandað saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice-save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusambandinu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur viðræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verður.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal annarra atriða sem tengjast eftirlitsstofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu, segist hafa heimildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfirlýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hollendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarerindreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarviðræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið blandað saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice-save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusambandinu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur viðræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verður.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira