Vatn á Þingvöllum ekki neysluhæft vegna seyruvökva Hafsteinn Hauksson skrifar 19. ágúst 2010 18:44 Vatn á Þingvallasvæðinu er ekki neysluhæft eftir að seyruvökva úr rotþróm var dælt á vatnsverndarsvæði, en saurkólígerlar fundust í vatninu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýnin á mánudag eftir að starfsmenn Holræsa og stífluþjónustu Suðurlands losuðu seyruvökva úr rotþróm á vatnsverndarsvæðinu á Þingvöllum. Talin var hætta á að seyran hefði síast í sama grunnvatnsgeymi og sumarhúsaeigendur á svæðinu sækja neysluvatn sitt í. Eitt sýnið var tekið úr tjörnum sem myndast höfðu í móanum þar sem seyruvökvinn var losaður. Reyndist mikill fjöldi saurgerla í sýninu, sem bendir til að nokkuð magn seyruvökva hafi verið losað á svæðinu. Að auki voru tvö sýni tekin úr neysluvatni, en hvorugt sýnið var drykkjarhæft. Í öðru sýninu fannst engin kólímengun, heldur var gerlafjöldinn yfir heilsumörkum. Í hinu voru hins vegar greinilegir saurkólígerlar. Talsmenn heilbrigðiseftirlits Suðurlands geta ekki fullyrt um uppruna mengunarinnar með vissu, en útiloka síður en svo að hún stafi af losun seyruvökvans á svæðinu. Málið verður tekið til skoðunar, en nánari skýringa er að vænta frá eftirlitinu í næstu viku. Sýni voru einnig tekin í gær, en áfram verður fylgst með neysluvatni. Eins og fréttastofa greindi frá í gær ætla sumarhúsaeigendur ekki að súpa seyruna af athæfi fyrirtækisins þegjandi og hljóðalaust og hafa kært Stífluþjónustuna til lögreglu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Vatn á Þingvallasvæðinu er ekki neysluhæft eftir að seyruvökva úr rotþróm var dælt á vatnsverndarsvæði, en saurkólígerlar fundust í vatninu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýnin á mánudag eftir að starfsmenn Holræsa og stífluþjónustu Suðurlands losuðu seyruvökva úr rotþróm á vatnsverndarsvæðinu á Þingvöllum. Talin var hætta á að seyran hefði síast í sama grunnvatnsgeymi og sumarhúsaeigendur á svæðinu sækja neysluvatn sitt í. Eitt sýnið var tekið úr tjörnum sem myndast höfðu í móanum þar sem seyruvökvinn var losaður. Reyndist mikill fjöldi saurgerla í sýninu, sem bendir til að nokkuð magn seyruvökva hafi verið losað á svæðinu. Að auki voru tvö sýni tekin úr neysluvatni, en hvorugt sýnið var drykkjarhæft. Í öðru sýninu fannst engin kólímengun, heldur var gerlafjöldinn yfir heilsumörkum. Í hinu voru hins vegar greinilegir saurkólígerlar. Talsmenn heilbrigðiseftirlits Suðurlands geta ekki fullyrt um uppruna mengunarinnar með vissu, en útiloka síður en svo að hún stafi af losun seyruvökvans á svæðinu. Málið verður tekið til skoðunar, en nánari skýringa er að vænta frá eftirlitinu í næstu viku. Sýni voru einnig tekin í gær, en áfram verður fylgst með neysluvatni. Eins og fréttastofa greindi frá í gær ætla sumarhúsaeigendur ekki að súpa seyruna af athæfi fyrirtækisins þegjandi og hljóðalaust og hafa kært Stífluþjónustuna til lögreglu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira