Innlent

Fullyrðir að mannréttindi séu virt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, fullyrðir að mannréttindi séu virt. Mynd/ GVA.
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, fullyrðir að mannréttindi séu virt. Mynd/ GVA.
„Ég sem þingmaður og lögmaður og með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktun varðandi ráðherraábyrgðina nema að ég teldi hana standast mannréttindi," sagði Atli Gíslason í umræðum á Alþingi í morgun. Atli var að svara spurningu Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem vildi vita hvort Atli teldi að Landsdómur uppfyllti nútímakröfur sem gerðar væru um mannréttindi fyrir dómi.

Þingsályktunartillaga um að ákæra fjóra fyrrverandi ráðherra var kynnt á Alþingi á laugardaginn. Þingsályktunartillagan hefur verið gagnrýnd, meðal annars að Margréti Frímannsdóttur, fyrrverandi leiðtoga Samfylkingarinnar, og Brynjari Níelssyni, formanni Lögmannafélagsins, fyrir að standast ekki reglur um réttarfar í landinu. Meðal annars hefur það verið gagnrýnt að þeir sem verða ákærðir samkvæmt tillögunni hafa aldrei fengið réttarstöðu sakbornings og verið yfirheyrðir sem slíkir.

Umræða um skýrslu þingmannanefndarinnar stendur enn yfir á Alþingi og mun umræða um ráðherraábyrgð og fyrirhugaðar ákærur sennilegast ekki hefjast fyrr en á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×