Innlent

Truflaði sendiherraskipan vegna Wikileaks

John Ensign öldungadeilarþingaður Repúblíkanaflokksins í Nevada.
John Ensign öldungadeilarþingaður Repúblíkanaflokksins í Nevada.
Bandarískur þingmaður reyndi í síðustu viku að koma í veg fyrir að utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Luis Arreaga sem nýs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þingmaðurinn vildi að íslensk stjórnvöld lokuðu vefsíðunni Wikileaks en þar birtust nýverið viðkvæm gögn um framgang stríðsins í Afganistan. Birting gagnanna hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur bandaríska varnarmálaráðuneytið krafist þess af forráðamönnum Wikileaks að þeir skili aftur gögnunum.

Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar fundaði síðustu viku og samþykkti yfir 30 tilnefningar Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, í fjölmjörg embætti á vegum utanríkisþjónustunnar. Í flestum tilfellum var um formsatriði að ræða en Obama skipaði Arreaga sem sendiherra hér á landi í apríl fyrr á þessu ári.

Þegar kom að tilnefningu Arreaga hótaði John Ensign, öldungadeildarþingmaður frá Nevada, að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir Bandaríkjamenn skipuðu nýjan sendiherra á Íslandi. Samkvæmt Las Vegas Review Journal vildi Ensign að Obama færi þess á leit við íslensk stjórnvöld að þau myndu loka vefsíðunni.

„Við þurfum stuðning íslenskra stjórnvalda," er haft eftir Ensign sem bendir jafnframt þá staðreynt að Ísland sé hluti af Atlantshafsbandalaginu. Stjórnvöld á Íslandi ættu því að beita sér fyrir því að vefsíðu Wikileaks yrði lokað og því taldi Ensign ótækt að utanríkismálanefndin staðfesti tilnefningu Arrega sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Í kjölfarið fundaði Ensign með Arrega og fór yfir málið með honum. Ensign segir að Arrega hafi haft sömu afstöðu og hann og að Arrega hafi sagst ætla að beita sér í málinu þegar hann tæki til starfa í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík. Ensign sætti sig við þau svör.

Síðar um daginn staðfesti undanríkismálanefnd öldungadeilarinnar tilnefningu Arrega sem sendiherra á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×