Erlent

Akademíur staðfesta hlýnun jarðar

Óli Tynes skrifar
Jörðin að hlýna-manninum að kenna, segja akademíurnar þrjár.
Jörðin að hlýna-manninum að kenna, segja akademíurnar þrjár. MYND/Anna Tryggvadóttir

Þrjár af virtustu vísindaakademíum heims hafa komist að þeirri niðurstöðu að loftslagsvísindamenn hafi rétt fyrir sér þegar þeir halda því fram að hlýnun jarðar sé staðreynd og að maðurinn eigi þar stærsta þáttinn. Þetta eru The Royal Society í Bretlandi, National Academy of Sciences í Bandaríkjunumm og Académie des sciences í Frakklandi.

Fyrir um ári varð mikið veður útaf ónákvæmni í skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Þar var meðal annars að finna vægast sagt ónákvæma spá um eyðingu jökla í Himalayafjöllum. Einnig var mikið fjallað um tölvupósta loftslagsvísindamanna sem sumir vildu túlka á versta veg.

Fyrrnefndar akademíur telja að þessi mál hafi engin úrslitaáhrif. Í niðurstöðum The Royal Society segir meðal annars: „Sterk gögn liggja fyrir um að hlýnun jarðar síðustu hálfa öld stafi aðallega af umsvifum manna." Hinar akademíurnar tvær komast að sömu niðurstöðu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×