Björgólfur Thor: Icesave og Landsbankann ekki blórabögglar 19. ágúst 2010 14:28 Björgólfur Thor Björgólfsson. Mynd/Anton Brink „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti að málefnum bankans," segir Björgólfur Thor Björgólfsson í ávarpi á vefsíðu sem opnaði í dag þar sem hann birtir gögn yfir öll hans viðskipti hér á landi aftur til ársins 2002.Boðið upp á misvísandi fréttir Björgólfur Thor segir að frá falli íslensku bankanna haustið 2008 hafi almenningi verið boðið upp á afar misvísandi fréttir af íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir hrun. Oft hafi verið þrautin þyngri að greina sannleikann frá hálfsannleika og hreinum uppspuna. Björgólfur Thor hvetur lesendur vefsíðunar til að til að skoða efni hennar rækilega og gera athugasemdir. „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls bankanna og tengda atburði er mikilvægt innlegg fyrir alla sem vilja átta sig á hvers vegna mál þróuðust á versta veg, hver var ábyrgð hverra, hverjir fóru offari og hverjir sváfu á verði og hvort farið var á svig við lög og reglur. Ég mun ekki á nokkurn hátt víkja mér undan ábyrgð, en ég kvíði heldur ekki endanlegum dómi þeirra sem kynna sér alla málavöxtu."Tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór Í ávarpi sínu fjallar Björgólfur Thor um Icesavedeiluna við Breta og Hollendinga. Hann segir að frá hruni bankakerfisins hafi deilan orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Hann bendi á hann hafi ekki tekið ákvörðun um stofnun þeirra reikninga. „Hins vegar vil ég benda á, að enginn varð til þess að vara við Icesave á sínum tíma, heldur var framtakið þvert á móti lofað í hástert og meira að segja verðlaunað, bæði hér heima og erlendis. Icesave-reikningarnir voru ekki svar við lausafjárvanda Landsbankans, eins og sumir eftiráskýrendur hafa haldið fram, heldur eðlilegt framhald af starfsemi bankans í útlöndum, áður en lánsfjárvandi gerði vart við sig á alþjóðlegum fjármálamarkaði, eins og fram hefur komið hjá öðrum bankastjóra Landsbankans," segir Björgólfur Thor og gagnrýnir að stjórnmálamenn kjósi nú að gera bæði Icesave og Landsbankanna að blórabögglum. Hægt er að skoða vefsíðuna hér. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
„Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti að málefnum bankans," segir Björgólfur Thor Björgólfsson í ávarpi á vefsíðu sem opnaði í dag þar sem hann birtir gögn yfir öll hans viðskipti hér á landi aftur til ársins 2002.Boðið upp á misvísandi fréttir Björgólfur Thor segir að frá falli íslensku bankanna haustið 2008 hafi almenningi verið boðið upp á afar misvísandi fréttir af íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir hrun. Oft hafi verið þrautin þyngri að greina sannleikann frá hálfsannleika og hreinum uppspuna. Björgólfur Thor hvetur lesendur vefsíðunar til að til að skoða efni hennar rækilega og gera athugasemdir. „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls bankanna og tengda atburði er mikilvægt innlegg fyrir alla sem vilja átta sig á hvers vegna mál þróuðust á versta veg, hver var ábyrgð hverra, hverjir fóru offari og hverjir sváfu á verði og hvort farið var á svig við lög og reglur. Ég mun ekki á nokkurn hátt víkja mér undan ábyrgð, en ég kvíði heldur ekki endanlegum dómi þeirra sem kynna sér alla málavöxtu."Tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór Í ávarpi sínu fjallar Björgólfur Thor um Icesavedeiluna við Breta og Hollendinga. Hann segir að frá hruni bankakerfisins hafi deilan orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Hann bendi á hann hafi ekki tekið ákvörðun um stofnun þeirra reikninga. „Hins vegar vil ég benda á, að enginn varð til þess að vara við Icesave á sínum tíma, heldur var framtakið þvert á móti lofað í hástert og meira að segja verðlaunað, bæði hér heima og erlendis. Icesave-reikningarnir voru ekki svar við lausafjárvanda Landsbankans, eins og sumir eftiráskýrendur hafa haldið fram, heldur eðlilegt framhald af starfsemi bankans í útlöndum, áður en lánsfjárvandi gerði vart við sig á alþjóðlegum fjármálamarkaði, eins og fram hefur komið hjá öðrum bankastjóra Landsbankans," segir Björgólfur Thor og gagnrýnir að stjórnmálamenn kjósi nú að gera bæði Icesave og Landsbankanna að blórabögglum. Hægt er að skoða vefsíðuna hér.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira