Fréttavefur spænska blaðsins Marca greinir frá því að Cesc Fabregas sé klár í bátana og leiki með Arsenal gegn Barcelona í kvöld.
Samkvæmt heimildum blaðsins fór Fabregas í skoðun í dag og var úrskurðaður leikhæfur fyrir þennan stórleik. Hann hefur átt við meiðsli að stríða en verður víst í byrjunarliðinu í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.