Grétar með KR í Eyjum í kvöld: Það þýðir ekki að væla lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2010 13:00 Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Mynd/Stefán Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður í leikmannahópi liðsins á móti ÍBV í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Grétari síðan að hann meiddist á móti Breiðabliki í Lengjubikarsleik í apríl. KR-liðið er búið að spila fjóra fyrstu leiki sína án fyrirliðans og er sem stendur án sigurs í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. „Ég ætla að vera með í kvöld. Ég er búinn að æfa vel í viku eða aðeins minna. Þetta er eiginlega komið, ég finn vel fyrir þessu en liðbandið er orðið það sterkt að það þarf að sögn sjúkraþjálfara mikið högg til þess að þetta slitni aftur, Maður þarf aðeins að koma sér í gang," sagði Grétar. „Þetta er búið að vera of erfitt að vera fyrir utan þetta. Maður vill koma sér inn í þetta aftur og fara að hjálpa liðinu," segir Grétar. KR-liðið fékk á sig sex mörk í fyrstu þremur leikjunum og margir söknuðu Grétars úr miðju varnarinnar. „Það er gaman ef menn líta svo á það að það hafi eitthvað vantað í varnarleikinn þegar ég hef ekki getað spilað en það er margt annað sem er búið að vera að. Það fer vonandi allt að smella þessa dagana svo að missum ekki af þessum titil," segir Grétar. KR-liðið hefur farið langt í bikarnum síðustu ár, vann bikarinn 2008 en datt út í undanúrslitunum í fyrra. „Síðan að við bjuggum til þetta lið sem er núna þá er búið að ganga vel í bikarnum. Við vorum klaufar að tapa þessu í fyrra. Síðustu tvö ár höfum við tekið þá ákvörðun að við ætlum að fara alla leið í bikarnum og það er engin breyting á því núna," segir Grétar sem bíður spenntur eftir leik kvöldsins. „Þetta er svakaleikur og það eru tveir rosaleikir í þessari umferð. Þetta er bara krefjandi að mæta þeim í svona góðu stuði. Það er bara betra fyrir okkur til að reyna að gíra okkur inn í þennan leik," segir Grétar. Grétar veit ekki hvort Logi Ólafsson tefli honum fram í byrjunarliðinu í kvöld. „Ég veit voða lítið um það hvort ég fái að byrja í kvöld. Ég hef gefið kost á mér og þjálfarinn veit að þetta er allt komið og ég get beitt mér að fullu. Þó að það sá einhver smá sársauki þá er það eins og gengur og gerist. Það þýðir ekki að væla lengur," sagði Grétar. Íslenski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður í leikmannahópi liðsins á móti ÍBV í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Grétari síðan að hann meiddist á móti Breiðabliki í Lengjubikarsleik í apríl. KR-liðið er búið að spila fjóra fyrstu leiki sína án fyrirliðans og er sem stendur án sigurs í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. „Ég ætla að vera með í kvöld. Ég er búinn að æfa vel í viku eða aðeins minna. Þetta er eiginlega komið, ég finn vel fyrir þessu en liðbandið er orðið það sterkt að það þarf að sögn sjúkraþjálfara mikið högg til þess að þetta slitni aftur, Maður þarf aðeins að koma sér í gang," sagði Grétar. „Þetta er búið að vera of erfitt að vera fyrir utan þetta. Maður vill koma sér inn í þetta aftur og fara að hjálpa liðinu," segir Grétar. KR-liðið fékk á sig sex mörk í fyrstu þremur leikjunum og margir söknuðu Grétars úr miðju varnarinnar. „Það er gaman ef menn líta svo á það að það hafi eitthvað vantað í varnarleikinn þegar ég hef ekki getað spilað en það er margt annað sem er búið að vera að. Það fer vonandi allt að smella þessa dagana svo að missum ekki af þessum titil," segir Grétar. KR-liðið hefur farið langt í bikarnum síðustu ár, vann bikarinn 2008 en datt út í undanúrslitunum í fyrra. „Síðan að við bjuggum til þetta lið sem er núna þá er búið að ganga vel í bikarnum. Við vorum klaufar að tapa þessu í fyrra. Síðustu tvö ár höfum við tekið þá ákvörðun að við ætlum að fara alla leið í bikarnum og það er engin breyting á því núna," segir Grétar sem bíður spenntur eftir leik kvöldsins. „Þetta er svakaleikur og það eru tveir rosaleikir í þessari umferð. Þetta er bara krefjandi að mæta þeim í svona góðu stuði. Það er bara betra fyrir okkur til að reyna að gíra okkur inn í þennan leik," segir Grétar. Grétar veit ekki hvort Logi Ólafsson tefli honum fram í byrjunarliðinu í kvöld. „Ég veit voða lítið um það hvort ég fái að byrja í kvöld. Ég hef gefið kost á mér og þjálfarinn veit að þetta er allt komið og ég get beitt mér að fullu. Þó að það sá einhver smá sársauki þá er það eins og gengur og gerist. Það þýðir ekki að væla lengur," sagði Grétar.
Íslenski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira