Erlent

Angelina Jolie heimsótti flóðasvæðin í Pakistan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Angelina Jolie segir að mikil uppbyggingarvinna sé framundan í Pakistan. Mynd/ AFP.
Angelina Jolie segir að mikil uppbyggingarvinna sé framundan í Pakistan. Mynd/ AFP.
Angelina Jolie velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna heimsótti flóðasvæðin í Pakistan í dag og vottaði þeim sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna virðingu sína.

Þetta eru á meðal verstu flóða sem um getur í sögunni og hafa þau haft áhrif á líf að minnsta kosti 21 milljón manna. „Það er ljóst að neyðin er hvergi nærri á enda," sagði Jolie í heimsókninni.

Samkvæmt frásögn á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna vakti Jolie athygli á því að fólk á flóðasvæðinu hefði misst allt sitt. Mikil og löng uppbygging væri framundan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×