Blaðamannaherbergið á Santiago Bernabeu var troðfullt í dag þegar Jose Mourinho var kynntur sem nýr þjálfari spænska stórliðsins en honum er ætlað að gera það sem Manuel Pellegrini tókst ekki á nýloknu tímabili - að vinna titla.
Mourinho leiddist ekki athyglin þegar hann fór yfir það hvernig hann ætlar að fá risastjörnur Real Madrid til að vinna hver fyrir aðra. Hann fer nú í að kynna sér betur hvernig hlutirnir ganga fyrir sig bak við tjöldin hjá Real Madrid.
Ljósmyndarar AFP og AP voru mættir á svæðið og mynduðu Jose Mourinho og framkvæmdastjórann Jorge Valdano í bak og fyrir og má sjá myndasyrpu frá blaðamannafundinum hér fyrir neðan.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Jose Mourinho mættur á Santiago Bernabeu - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti




Raggi Nat á Nesið
Körfubolti




Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn