Þingmenn funduðu með rannsóknarnefndinni 13. apríl 2010 12:48 Frá fundi þingmannanefndarinnar í morgun. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm og hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem sýndu vanrækslu í störfum sínum. Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hélt sinn fyrsta fund eftir útkomu skýrslunnar í morgun. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar sem hún telur nauðsynlegar í tengslum við niðurstöður skýrslunnar. Þá ákveður nefndin hvort Alþingi leggi fram ákæru á hendur þeim þremur fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefndin segir að sýnt hafi vanrækslu í störfum sínum. Nefndin hefur umboð fram til loka þessa þings til að birta niðurstöður sínar. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði hins vegar í fréttum í gær að nefndin muni kynna niðurstöður sínar í einstökum málum um leið og þær liggi fyrir. Á fundinn mættu nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar, þau Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir. „Við vorum að dýpka þekkingu og skilning okkar á skýrslunni,“ segir Magnús Orri og bætir við að fundurinn hafi verið gagnlegur. „Við fórum yfir eintaka kafla og ræddum þá hluti sem við ætlum að skoða nánar og hvernig við viljum skipta með okkar verkum. Þetta var afar fróðlegur og upplýsandi fundur með þessu ágæta fólki sem hefur unnið þrekvirki,“ segir Magnús. Hann vill ekki greina frá því hvort rætt hafi verið um hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem rannsóknarnefndin segir að hafi sýnt vanrækslu í störfum sínum. Hann vísar á formann nefndarinnar í því samhengi. Þingmannanefndin kemur aftur saman næstkomandi föstudag. Á fundinn koma bæði Páll og Tryggvi en Sigríður heldur af landi brott í vikunni og því verður hún ekki meða, gesta á þeim fundi. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm og hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem sýndu vanrækslu í störfum sínum. Þingmannanefnd sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hélt sinn fyrsta fund eftir útkomu skýrslunnar í morgun. Nefndinni er ætlað að leggja fram tillögur um lagabreytingar sem hún telur nauðsynlegar í tengslum við niðurstöður skýrslunnar. Þá ákveður nefndin hvort Alþingi leggi fram ákæru á hendur þeim þremur fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefndin segir að sýnt hafi vanrækslu í störfum sínum. Nefndin hefur umboð fram til loka þessa þings til að birta niðurstöður sínar. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sagði hins vegar í fréttum í gær að nefndin muni kynna niðurstöður sínar í einstökum málum um leið og þær liggi fyrir. Á fundinn mættu nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar, þau Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir. „Við vorum að dýpka þekkingu og skilning okkar á skýrslunni,“ segir Magnús Orri og bætir við að fundurinn hafi verið gagnlegur. „Við fórum yfir eintaka kafla og ræddum þá hluti sem við ætlum að skoða nánar og hvernig við viljum skipta með okkar verkum. Þetta var afar fróðlegur og upplýsandi fundur með þessu ágæta fólki sem hefur unnið þrekvirki,“ segir Magnús. Hann vill ekki greina frá því hvort rætt hafi verið um hugsanlegar ákærur á hendur þeim sem rannsóknarnefndin segir að hafi sýnt vanrækslu í störfum sínum. Hann vísar á formann nefndarinnar í því samhengi. Þingmannanefndin kemur aftur saman næstkomandi föstudag. Á fundinn koma bæði Páll og Tryggvi en Sigríður heldur af landi brott í vikunni og því verður hún ekki meða, gesta á þeim fundi.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. 13. apríl 2010 09:32