Innlent

Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu

Atli Gíslason, þingmaður VG, er formaður nefndarinnar.
Atli Gíslason, þingmaður VG, er formaður nefndarinnar. Mynd/GVA
Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi.

Í skýrslunni eru þrír ráðherrar sakaðir um vanrækslu í starfi í aðdragandann að bankahruninu. Það sama á við um seðlabankastjórana þrjá og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×