Ella Dís er komin til meðvitundar Erla Hlynsdóttir skrifar 16. nóvember 2010 10:41 Líðan Ellu Dísar er betri í dag Ella Dís opnaði augun seint í gær og er komin til meðvitundar. „Mér fannst hún samt ekki alveg þekkja mig en þetta er skref fram á við og ég vona svo og bið að framhaldið sé aðeins upp á við," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem lá meðvitundarlaus á Barnaspítala Hringsins. Eins og Vísir sagði frá í gær var ástand Ellu Dísar mjög alvarlegt en svo virðist sem líðan hennar sé betri í dag. „Ella Dís er enn þá ekki alveg komin á þann stað sem ég vil að hún sé á en eins og við vitum gefst hún ekki upp auðveldlega," skrifar Ragna á vefsíðu dóttur sinnar þar sem hún reynir alltaf að birta nýjustu fréttir af líðan hennar. Ragna segist sannfærð um að bænir fólk og hlýjar hugsanir hafi hjálpað dóttur hennar litlu að berjast við veikindin. „Ég tárast yfir þessum endalausa og skilyrðislausa stuðningi frá ykkur. Ástarþakkir allir," segir Ragna. Læknar töldu möguleika á að Ella Dís væri komin með heilabjúg og það væri ástæða meðvitundarleysisins. Eftir að hún fór í heilaskanna í gær kom þó ekkert óvenjulegt í ljós. Ragna bendir hins vegar á að hún hafi oft fengið niðurstöður úr rannsóknum á dóttur sinni sem sýna að allt sé eðlilegt jafnvel þó barnið sé sárkvalið. „Svo skrýtið," segir hún. Ragna dvelur áfram við hlið dóttur sinnar á spítalanum og treystir því að hún nái sér á strik á ný.Vefsíða Ellu Dísar Facebook-síða Ellu Dísar Tengdar fréttir „Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð“ „Hún er enn meðvitundarlaus, í einhvers konar dái," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem liggur alvarlega veik á Barnaspítala Hringsins. Ella Dís fékk magapest fyrir um tveimur vikum og hefur hún ekki náð að jafna sig. Ástæða veikindanna er þó enn ókunn. „Læknarnir komust að því að hún var hættulega lág í sódíum og vilja meina að hún sé jafnvel með heilabjúg, þess vegna sé hún svona meðvitundarlaus og sé ekki með okkur," segir Ragna. 15. nóvember 2010 10:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Ella Dís opnaði augun seint í gær og er komin til meðvitundar. „Mér fannst hún samt ekki alveg þekkja mig en þetta er skref fram á við og ég vona svo og bið að framhaldið sé aðeins upp á við," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem lá meðvitundarlaus á Barnaspítala Hringsins. Eins og Vísir sagði frá í gær var ástand Ellu Dísar mjög alvarlegt en svo virðist sem líðan hennar sé betri í dag. „Ella Dís er enn þá ekki alveg komin á þann stað sem ég vil að hún sé á en eins og við vitum gefst hún ekki upp auðveldlega," skrifar Ragna á vefsíðu dóttur sinnar þar sem hún reynir alltaf að birta nýjustu fréttir af líðan hennar. Ragna segist sannfærð um að bænir fólk og hlýjar hugsanir hafi hjálpað dóttur hennar litlu að berjast við veikindin. „Ég tárast yfir þessum endalausa og skilyrðislausa stuðningi frá ykkur. Ástarþakkir allir," segir Ragna. Læknar töldu möguleika á að Ella Dís væri komin með heilabjúg og það væri ástæða meðvitundarleysisins. Eftir að hún fór í heilaskanna í gær kom þó ekkert óvenjulegt í ljós. Ragna bendir hins vegar á að hún hafi oft fengið niðurstöður úr rannsóknum á dóttur sinni sem sýna að allt sé eðlilegt jafnvel þó barnið sé sárkvalið. „Svo skrýtið," segir hún. Ragna dvelur áfram við hlið dóttur sinnar á spítalanum og treystir því að hún nái sér á strik á ný.Vefsíða Ellu Dísar Facebook-síða Ellu Dísar
Tengdar fréttir „Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð“ „Hún er enn meðvitundarlaus, í einhvers konar dái," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem liggur alvarlega veik á Barnaspítala Hringsins. Ella Dís fékk magapest fyrir um tveimur vikum og hefur hún ekki náð að jafna sig. Ástæða veikindanna er þó enn ókunn. „Læknarnir komust að því að hún var hættulega lág í sódíum og vilja meina að hún sé jafnvel með heilabjúg, þess vegna sé hún svona meðvitundarlaus og sé ekki með okkur," segir Ragna. 15. nóvember 2010 10:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð“ „Hún er enn meðvitundarlaus, í einhvers konar dái," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem liggur alvarlega veik á Barnaspítala Hringsins. Ella Dís fékk magapest fyrir um tveimur vikum og hefur hún ekki náð að jafna sig. Ástæða veikindanna er þó enn ókunn. „Læknarnir komust að því að hún var hættulega lág í sódíum og vilja meina að hún sé jafnvel með heilabjúg, þess vegna sé hún svona meðvitundarlaus og sé ekki með okkur," segir Ragna. 15. nóvember 2010 10:44