Innlent

Ella Dís er komin til meðvitundar

Erla Hlynsdóttir skrifar
Líðan Ellu Dísar er betri í dag
Líðan Ellu Dísar er betri í dag

Ella Dís opnaði augun seint í gær og er komin til meðvitundar. „Mér fannst hún samt ekki alveg þekkja mig en þetta er skref fram á við og ég vona svo og bið að framhaldið sé aðeins upp á við," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, sem lá meðvitundarlaus á Barnaspítala Hringsins.

Eins og Vísir sagði frá í gær var ástand Ellu Dísar mjög alvarlegt en svo virðist sem líðan hennar sé betri í dag.

„Ella Dís er enn þá ekki alveg komin á þann stað sem ég vil að hún sé á en eins og við vitum gefst hún ekki upp auðveldlega," skrifar Ragna á vefsíðu dóttur sinnar þar sem hún reynir alltaf að birta nýjustu fréttir af líðan hennar. Ragna segist sannfærð um að bænir fólk og hlýjar hugsanir hafi hjálpað dóttur hennar litlu að berjast við veikindin. „Ég tárast yfir þessum endalausa og skilyrðislausa stuðningi frá ykkur. Ástarþakkir allir," segir Ragna.

Læknar töldu möguleika á að Ella Dís væri komin með heilabjúg og það væri ástæða meðvitundarleysisins. Eftir að hún fór í heilaskanna í gær kom þó ekkert óvenjulegt í ljós. Ragna bendir hins vegar á að hún hafi oft fengið niðurstöður úr rannsóknum á dóttur sinni sem sýna að allt sé eðlilegt jafnvel þó barnið sé sárkvalið. „Svo skrýtið," segir hún.

Ragna dvelur áfram við hlið dóttur sinnar á spítalanum og treystir því að hún nái sér á strik á ný.

Vefsíða Ellu Dísar

Facebook-síða Ellu Dísar










Tengdar fréttir

„Ég hef aldrei séð barnið mitt svona hræðilega þjáð“

„Hún er enn meðvitundarlaus, í einhvers konar dái," segir Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar sem liggur alvarlega veik á Barnaspítala Hringsins. Ella Dís fékk magapest fyrir um tveimur vikum og hefur hún ekki náð að jafna sig. Ástæða veikindanna er þó enn ókunn. „Læknarnir komust að því að hún var hættulega lág í sódíum og vilja meina að hún sé jafnvel með heilabjúg, þess vegna sé hún svona meðvitundarlaus og sé ekki með okkur," segir Ragna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×