Erlent

Foreldrar Madeleine unnu sigur

Óli Tynes skrifar
Madeleine McCann.
Madeleine McCann.
Portúgalski lögregluforinginn Goncalo Amaral stjórnaði upphaflega leitinni að Madeleine McCann eftir að hún hvarf af hóteli sínu í strandbænum Praia da Luz í maí árið 2007.

Það var rétt áður en hún varð fjögurra ára gömul. Amaral var vikið frá eftir nokkra mánuði og er nú hættur í lögreglunni.

Í júlí árið 2008 skrifaði hann bók þar sem hann hélt því fram að Madeleine hefði dáið í hótelherberginu af of stórum skammti af svefnlyfjum sem foreldrarnir hafi sprautað í hana til þess að geta farið út að borða með vinum sínum. Hjónin eru bæði læknar.

Þau hafi svo fyrirkomið líki hennar og sviðsett barnsránið. Kate og Gerry McCann fengu sett lögbann á bókina og lögreglumaðurinn höfðaði mál til þess að fá því hnekkt.

Í gær var hinsvegar lögbannsúrskurðurinn staðfestur fyrir dómi. Amaral sagðist myndu áfrýja til hæstaréttar landsins og jafnvel mannréttindasómstóls Evrópu ef því verði að skipta.

MaCann hjónin segja hinsvegar að þau séu sannfærð um að Madeleine sé enn á lífi og þau muni halda áfram að leita hennar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×