Fótbolti

Inter ekki á eftir Benitez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa eflaust orðið vonsviknir þegar Marco Branca, íþróttastjóri Inter, sagði félagið ekki vera á höttunum eftir Rafa Benitez, stjóra Liverpool.

José Mourinho, þjálfari Inter, er hugsanlega á förum til Real Madrid í sumar og Inter þarf því að finna nýjan þjálfara. Sá maður verður ekki Rafa Benitez.

„Við höfum ekki haft samband við Benitez. Þjálfarinn okkar er José Mourinho," sagði Branca.

Benitez var áður orðaður við þjálfarastarfið hjá Juventus en Juve hefur ráðið Luigi Del Neri þannig að sá möguleiki er úr stöðunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.