Hitti fjóra ráðherra vegna ríkisábyrgðar 5. janúar 2010 06:00 Frá fundi ríkisráðs 31. desember. Síðan þá hefur forseti fundað með fjórum ráðherrum. Mynd/Daníel Rúnarsson Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnir um ákvörðun sína varðandi lög um ríkisábyrgð vegna Icesave á Bessastöðum klukkan 11 í dag. Þá kemur í ljós hvort hann staðfestir lögin eða synjar. Lögin voru samþykkt 30. desember og afhent forsetanum til undirritunar á gamlársdag. Þá tilkynnti hann að hann tæki sér umþóttunartíma vegna málsins. Á laugardag hitti hann fulltrúa Indefence sem afhentu honum tugþúsund áskoranir um að vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar fundaði á sunnudag einslega með fjórum ráðherrum; þeim Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Gylfa Þ. Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að á mánudag hafi hann rætt símleiðis við Má Guðmundsson seðlabankastjóra, og fleiri sérfræðinga, um efnahagslegar afleiðingar þess að synja frumvarpinu staðfestingar. Forsetinn ræddi ekki við forystumenn stjórnarandstöðunnar og hafði ekki samband við Franek Roswadowski, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Forystumenn Alþýðusambands Íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Samtaka atvinnulífs og Samtaka iðnaðarins hvetja allir forsetann til að staðfesta frumvarpið hið fyrsta. Óvíst er hvað gerist staðfesti Ólafur Ragnar ekki lögin. Engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. - kóp, bþs, bj / Tengdar fréttir Brýnt að skerpa á ákvæði um þjóðaratkvæði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir brýnt að skerpa á ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Margir þættir séu afar óljósir. Aldrei hafi reynt á 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um þjóðaratkvæði. Ekki liggi ljóst fyrir hverjir geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum né hvort niðurstaða þeirra sé ráðgefandi eða bindandi. 4. janúar 2010 22:23 Ráðgjafi forsetans vill að hann staðfesti lögin Sigurður G. Guðjónsson, einn helsti ráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í gegnum tíðina, vill að hann staðfesti Icesave lögin sem Alþingi samþykkti 30. desember. Sigurður segist ekki hafa rætt um málið við Ólaf. 4. janúar 2010 20:29 Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31 Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13 Forsetinn hefur ákveðið sig Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin. 4. janúar 2010 19:32 Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00 Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnir um ákvörðun sína varðandi lög um ríkisábyrgð vegna Icesave á Bessastöðum klukkan 11 í dag. Þá kemur í ljós hvort hann staðfestir lögin eða synjar. Lögin voru samþykkt 30. desember og afhent forsetanum til undirritunar á gamlársdag. Þá tilkynnti hann að hann tæki sér umþóttunartíma vegna málsins. Á laugardag hitti hann fulltrúa Indefence sem afhentu honum tugþúsund áskoranir um að vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar fundaði á sunnudag einslega með fjórum ráðherrum; þeim Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Gylfa Þ. Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að á mánudag hafi hann rætt símleiðis við Má Guðmundsson seðlabankastjóra, og fleiri sérfræðinga, um efnahagslegar afleiðingar þess að synja frumvarpinu staðfestingar. Forsetinn ræddi ekki við forystumenn stjórnarandstöðunnar og hafði ekki samband við Franek Roswadowski, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Forystumenn Alþýðusambands Íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Samtaka atvinnulífs og Samtaka iðnaðarins hvetja allir forsetann til að staðfesta frumvarpið hið fyrsta. Óvíst er hvað gerist staðfesti Ólafur Ragnar ekki lögin. Engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. - kóp, bþs, bj /
Tengdar fréttir Brýnt að skerpa á ákvæði um þjóðaratkvæði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir brýnt að skerpa á ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Margir þættir séu afar óljósir. Aldrei hafi reynt á 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um þjóðaratkvæði. Ekki liggi ljóst fyrir hverjir geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum né hvort niðurstaða þeirra sé ráðgefandi eða bindandi. 4. janúar 2010 22:23 Ráðgjafi forsetans vill að hann staðfesti lögin Sigurður G. Guðjónsson, einn helsti ráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í gegnum tíðina, vill að hann staðfesti Icesave lögin sem Alþingi samþykkti 30. desember. Sigurður segist ekki hafa rætt um málið við Ólaf. 4. janúar 2010 20:29 Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31 Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13 Forsetinn hefur ákveðið sig Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin. 4. janúar 2010 19:32 Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00 Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Brýnt að skerpa á ákvæði um þjóðaratkvæði Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir brýnt að skerpa á ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Margir þættir séu afar óljósir. Aldrei hafi reynt á 26. grein stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um þjóðaratkvæði. Ekki liggi ljóst fyrir hverjir geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum né hvort niðurstaða þeirra sé ráðgefandi eða bindandi. 4. janúar 2010 22:23
Ráðgjafi forsetans vill að hann staðfesti lögin Sigurður G. Guðjónsson, einn helsti ráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í gegnum tíðina, vill að hann staðfesti Icesave lögin sem Alþingi samþykkti 30. desember. Sigurður segist ekki hafa rætt um málið við Ólaf. 4. janúar 2010 20:29
Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31
Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13
Forsetinn hefur ákveðið sig Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin. 4. janúar 2010 19:32
Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00
Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19