Synjun gæti valdið pólitískri upplausn 4. janúar 2010 03:00 Ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um hvort hann staðfestir eða synjar lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave hefur verið beðið frá því á gamlársdag. Hér að ofan sést hann ræða við fjölmiðla eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum á gamlársdag. Fréttablaðið/Daníel Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. Eiríkur segir ekki við neinar reglur að styðjast um hversu langan tíma forsetinn geti tekið sér til að gera upp hug sinn. Almennt séu lög undirrituð jafnóðum og þau berast frá Alþingi. „Það er ekkert athugavert við að forsetinn taki sér einhvern umþóttunartíma, en hann má að mínum dómi ekki vera lengri en örfáir dagar,“ segir hann og bendir á að ákvörðun forseta hafi legið fyrir daginn eftir að lögð voru fyrir hann lög um fjölmiðla í júníbyrjun 2004. Þau voru ekki lögð fyrir forseta fyrr en viku eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. Frídagar um áramótin segir Eiríkur að geri stöðuna sérstaka nú. „Ef þetta hefði gerst í miðri viku hefði maður talið tímann fulllangan nú þegar.“ Eiríkur segir tímann hins vegar geta skipt máli, enda sé þingið búið að samþykkja lagafrumvarp og síðan er gert ráð fyrir því að ef forsetinn synji lögum staðfestingar þá öðlist þau þegar gildi. „Það getur oft legið á að lög öðlist gildi, þótt það geti verið misjafnt. Í þessu tilviki sem við stöndum nú frammi fyrir sjáum við að þótt lögin komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir langan tíma þá getur skipt máli að eytt sé óvissu um það hvort þau öðlist gildi til frambúðar eða hugsanlega til bráðabirgða. Þess vegna væri það að mínum dómi brot á stjórnarskrá ef forsetinn færi að draga þetta á langinn umfram örfáa daga,“ segir hann og kveðst telja að forsetanum beri að gera upp hug sinn ekki síðar en í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að geta sér til um mögulegar afleiðingar þess synji forseti Íslands lögunum staðfestingar. „Það er náttúrlega líklegt að það gæti leitt af sér mikla pólitíska upplausn og alvarlegt ástand,“ segir hann, en rifjar um leið upp að það sama hafi menn haldið árið 2004 þegar fjölmiðlalögin hafi verið lögð fyrir forsetann. „Þá varð reyndar ekki pólitísk upplausn. Hins vegar eru aðstæður kannski miklu erfiðari núna en voru þá,“ segir hann. Þannig sé ekki hægt að gefa sér að ríkisstjórnin myndi hrökklast frá nú þótt lögin yrðu ekki staðfest. „En það kemur alveg til greina.“ Ólafur telur hins vegar líklegra að forsetinn staðfesti lögin, þótt ómögulegt sé um það að spá. „Hann hefur líka opnað þann möguleika að synja.“ olikr@frettabladid.is Eiríkur Tómasson Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. Eiríkur segir ekki við neinar reglur að styðjast um hversu langan tíma forsetinn geti tekið sér til að gera upp hug sinn. Almennt séu lög undirrituð jafnóðum og þau berast frá Alþingi. „Það er ekkert athugavert við að forsetinn taki sér einhvern umþóttunartíma, en hann má að mínum dómi ekki vera lengri en örfáir dagar,“ segir hann og bendir á að ákvörðun forseta hafi legið fyrir daginn eftir að lögð voru fyrir hann lög um fjölmiðla í júníbyrjun 2004. Þau voru ekki lögð fyrir forseta fyrr en viku eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. Frídagar um áramótin segir Eiríkur að geri stöðuna sérstaka nú. „Ef þetta hefði gerst í miðri viku hefði maður talið tímann fulllangan nú þegar.“ Eiríkur segir tímann hins vegar geta skipt máli, enda sé þingið búið að samþykkja lagafrumvarp og síðan er gert ráð fyrir því að ef forsetinn synji lögum staðfestingar þá öðlist þau þegar gildi. „Það getur oft legið á að lög öðlist gildi, þótt það geti verið misjafnt. Í þessu tilviki sem við stöndum nú frammi fyrir sjáum við að þótt lögin komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir langan tíma þá getur skipt máli að eytt sé óvissu um það hvort þau öðlist gildi til frambúðar eða hugsanlega til bráðabirgða. Þess vegna væri það að mínum dómi brot á stjórnarskrá ef forsetinn færi að draga þetta á langinn umfram örfáa daga,“ segir hann og kveðst telja að forsetanum beri að gera upp hug sinn ekki síðar en í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að geta sér til um mögulegar afleiðingar þess synji forseti Íslands lögunum staðfestingar. „Það er náttúrlega líklegt að það gæti leitt af sér mikla pólitíska upplausn og alvarlegt ástand,“ segir hann, en rifjar um leið upp að það sama hafi menn haldið árið 2004 þegar fjölmiðlalögin hafi verið lögð fyrir forsetann. „Þá varð reyndar ekki pólitísk upplausn. Hins vegar eru aðstæður kannski miklu erfiðari núna en voru þá,“ segir hann. Þannig sé ekki hægt að gefa sér að ríkisstjórnin myndi hrökklast frá nú þótt lögin yrðu ekki staðfest. „En það kemur alveg til greina.“ Ólafur telur hins vegar líklegra að forsetinn staðfesti lögin, þótt ómögulegt sé um það að spá. „Hann hefur líka opnað þann möguleika að synja.“ olikr@frettabladid.is Eiríkur Tómasson
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira