Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Heimir Már Pétursson skrifar 4. janúar 2010 13:13 Ólafur Ragnar Grímsson. Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. Alistar Darling fjármálaráðherra Bretlands sagði á fundi með fréttamönnum í dag að afar mikilvægt væri að Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti lögin. Mörgum árangursríkum mánuðum hafi verið eytt í samningaviðræður við íslensk stjórnvöld til að tryggja endurgreiðslur lána breska og hollenska ríkisins vegna útgjalda þeirra í tengslum við Icesave reikninga Landsbankans. Darling viðurkenndi að málið væri íslenskum stjórnvöldum erfitt. En bresk stjórnvöld hefðu lagt út fyrir Icesave-skuldbindingunum við erfiðar aðstæður í Bretlandi og samningarnir gerðu ráð fyrir endurgreiðslum Íslendinga á sanngjörnum tíma. Nú eru fjórir dagar frá því forsetinn fékk Icesave lögin til sín á ríkisráðsfundi á gamlársdag. Þegar hann fyrstur forseta neitaði að staðfesta lög frá Alþingi 2. júní 2004, kynnti hann þá niðurstöðu sína að staðfesta ekki fjölmiðlalögin aðeins tæpum sólarhring eftir að hann fékk lögin í hendur. Það má því allt eins búast við því að forsetinn greini frá ákvörðun sinni í dag, þótt engin svör fáist um það á skrifstofu forsetans. Greint hefur verið frá ákvörðun forsetans um að taka sér umhugsunarfrest í málinu í erlendum fjölmiðlum og fullyrt að staða Íslands meðal þjóðanna muni versna hafni forsetinn að staðfesta lögin. Þá er fréttastofu kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leið til landsins vegna málsins. Samtök atvinnulífsins vilja að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri samtakanna segir á vefsíðu þeirra í dag að þetta sé mál sem Alþingi sé búið að samþykkja og hann sé almennt þeirrar skoðunar að forsetinn eigi að staðfesta lög frá Alþingi. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. Alistar Darling fjármálaráðherra Bretlands sagði á fundi með fréttamönnum í dag að afar mikilvægt væri að Ólafur Ragnar Grímsson staðfesti lögin. Mörgum árangursríkum mánuðum hafi verið eytt í samningaviðræður við íslensk stjórnvöld til að tryggja endurgreiðslur lána breska og hollenska ríkisins vegna útgjalda þeirra í tengslum við Icesave reikninga Landsbankans. Darling viðurkenndi að málið væri íslenskum stjórnvöldum erfitt. En bresk stjórnvöld hefðu lagt út fyrir Icesave-skuldbindingunum við erfiðar aðstæður í Bretlandi og samningarnir gerðu ráð fyrir endurgreiðslum Íslendinga á sanngjörnum tíma. Nú eru fjórir dagar frá því forsetinn fékk Icesave lögin til sín á ríkisráðsfundi á gamlársdag. Þegar hann fyrstur forseta neitaði að staðfesta lög frá Alþingi 2. júní 2004, kynnti hann þá niðurstöðu sína að staðfesta ekki fjölmiðlalögin aðeins tæpum sólarhring eftir að hann fékk lögin í hendur. Það má því allt eins búast við því að forsetinn greini frá ákvörðun sinni í dag, þótt engin svör fáist um það á skrifstofu forsetans. Greint hefur verið frá ákvörðun forsetans um að taka sér umhugsunarfrest í málinu í erlendum fjölmiðlum og fullyrt að staða Íslands meðal þjóðanna muni versna hafni forsetinn að staðfesta lögin. Þá er fréttastofu kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leið til landsins vegna málsins. Samtök atvinnulífsins vilja að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri samtakanna segir á vefsíðu þeirra í dag að þetta sé mál sem Alþingi sé búið að samþykkja og hann sé almennt þeirrar skoðunar að forsetinn eigi að staðfesta lög frá Alþingi.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira