Gylfi Magnússon: Afsögn ekki rædd 14. ágúst 2010 09:40 Gylfi segir ekkert hafa verið minnst á hugsanlega afsögn sína á fundi sem hann átti í gærkvöld með formönnum stjórnarflokkanna. Mynd/Anton Brink „Það er ekki minn skilningur heldur þvert á móti að starfsmenn ráðuneytisins hafi haldið frá mér upplýsingum eða blekkt mig. Ég var fyllilega upplýstur um það sem átti að upplýsa mig um," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem ræddi við Fréttablaðið í gærkvöld. Gylfi segir ekkert hafa verið minnst á hugsanlega afsögn sína á fundi sem hann átti í gærkvöld með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Hann muni hins vegar áfram gera allt sem hann getur til að upplýsa frekar um þetta mál. „Það var aldrei tilgangur minn að blekkja þingheim, en mér þykir leitt ef einhverjir hafa misskilið svar mitt og get auðvitað hæglega beðist velvirðingar á því. Það er hugsanlegt að einhverjir hafi skilið svarið þannig að ég væri að tala almennt um öll myntkörfulán, en það er þá bara ef menn sleppa seinni hlutanum í svari mínu." Hann segist alls ekki hafa vísvitandi reynt að svara óljóst til að koma í veg fyrir að skapa illviðráðanlegt ástand. „Þetta voru engin ríkisleyndarmál og ég hafði sjálfur rætt þessi mál opinberlega um svipað leyti." Samkvæmt upplýsingum úr viðskiptaráðuneytinu var ráðherranum munnlega greint frá áliti Lex líklega 25. júní 2009, og að það hefði verið unnið fyrir Seðlabankann. Sem þekkt er sagði í álitinu að gengistryggð krónulán væru ólögmæt. Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi því ekki haldið því leyndu fyrir ráðherra. Viðskiptaráðuneytið hafði áður greint frá því að Gylfi hafi séð minnisblað 24. júní, byggt á álitinu. Gylfi sagðist í síðustu viku ekki hafa vitað af áliti Lex/Seðlabanka um gengistryggingu áður en hann svaraði því til á Alþingi í júlí, spurður um krónulán í erlendri mynt, að þau væru lögmæt. Gylfi hefur kennt Seðlabankanum um að hafa ekki séð gögnin. Áhrifamenn í Samfylkingunni, meðal annarra ráðherrar, sögðust í gær meta stöðu Gylfa sem mjög erfiða. Forsætisráðherra vildi ekki gefa kost á viðtali í gær, ekki fyrr en hún hefði heyrt skýringar Gylfa. klemens@frettabladid.is gudsteinn@frettabladid.is Tengdar fréttir Engin leynd yfir tölvupósti Aðallögfræðingur Seðlabankans, Sigríður Logadóttir, segir að engin fyrirvari hafi verið gerður um notkun viðskiptaráðuneytisins á tölvupósti sem hún sendi lögfræðingi ráðuneytisins, en hann fjallaði um heimild til gengistryggingar lána og var endursögn á minnisblaði Sigríðar sama efnis. 11. ágúst 2010 03:15 Ræddu gagnrýni á Gylfa Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddu saman í síma í kvöld um þá gagnrýni sem beinst 13. ágúst 2010 21:57 Traust Jóhönnu til Gylfa skilyrðum háð Forsætisráðherra ber enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur viðskiptaráðherra ef hann segir ekki af sér. 13. ágúst 2010 18:52 Jóhanna vill fá svör frá Gylfa - Ráðherrar telja hann í vondum málum Forsætisráðherra mun ekki ræða við fjölmiðla um stöðu Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra fyrr en Gylfi sjálfur útskýrir mál sitt fyrir henni, samkvæmt upplýsingum úr stjórnarráðinu. 13. ágúst 2010 14:11 Gylfi brunar í bæinn Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er á leiðinni í bæinn en hann hefur verið í sumarleyfi undanfarna daga og utan símasambands. 13. ágúst 2010 16:37 Skora á Gylfa að segja af sér Þingmenn Hreyfingarinnar skora á Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að segja af sér. 13. ágúst 2010 09:05 Bjarni Ben: Gylfi getur ekki firrt sig ábyrgð Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að viðskiptaráðherra geti ekki firrt sig ábyrgð á því að ekki hafi verið gripið aðgerða vegna upplýsinga sem viðskiptaráðuneytið bjó yfir um ólögmæti gengistryggðra lána. Bjarni segir málið það alvarlegt að kalla verði Alþingi saman og þá telur hann að ríkisstjórnin eigi að víkja. 12. ágúst 2010 14:15 Gylfi situr áfram í embætti Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra mun sitja áfram í embætti, segir Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður hans, í samtali við Vísi. 13. ágúst 2010 22:19 Hefði átt að vita meira um málaflokkinn Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur minnir á að ráðherra beri pólitíska ábyrgð á sínum málaflokki og því sem embættismenn undir honum vinna að. „Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ber ráðherra ábyrgð gagnvart þinginu og verður að svara fyrir það,“ segir Birgir og nefnir sem dæmi að ef forveri Gylfa, Björgvin G. Sigurðsson, segðist ekki hafa vitað neitt í aðdraganda bankahrunsins, þá væri það engin afsökun. 13. ágúst 2010 03:15 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
„Það er ekki minn skilningur heldur þvert á móti að starfsmenn ráðuneytisins hafi haldið frá mér upplýsingum eða blekkt mig. Ég var fyllilega upplýstur um það sem átti að upplýsa mig um," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem ræddi við Fréttablaðið í gærkvöld. Gylfi segir ekkert hafa verið minnst á hugsanlega afsögn sína á fundi sem hann átti í gærkvöld með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Hann muni hins vegar áfram gera allt sem hann getur til að upplýsa frekar um þetta mál. „Það var aldrei tilgangur minn að blekkja þingheim, en mér þykir leitt ef einhverjir hafa misskilið svar mitt og get auðvitað hæglega beðist velvirðingar á því. Það er hugsanlegt að einhverjir hafi skilið svarið þannig að ég væri að tala almennt um öll myntkörfulán, en það er þá bara ef menn sleppa seinni hlutanum í svari mínu." Hann segist alls ekki hafa vísvitandi reynt að svara óljóst til að koma í veg fyrir að skapa illviðráðanlegt ástand. „Þetta voru engin ríkisleyndarmál og ég hafði sjálfur rætt þessi mál opinberlega um svipað leyti." Samkvæmt upplýsingum úr viðskiptaráðuneytinu var ráðherranum munnlega greint frá áliti Lex líklega 25. júní 2009, og að það hefði verið unnið fyrir Seðlabankann. Sem þekkt er sagði í álitinu að gengistryggð krónulán væru ólögmæt. Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hafi því ekki haldið því leyndu fyrir ráðherra. Viðskiptaráðuneytið hafði áður greint frá því að Gylfi hafi séð minnisblað 24. júní, byggt á álitinu. Gylfi sagðist í síðustu viku ekki hafa vitað af áliti Lex/Seðlabanka um gengistryggingu áður en hann svaraði því til á Alþingi í júlí, spurður um krónulán í erlendri mynt, að þau væru lögmæt. Gylfi hefur kennt Seðlabankanum um að hafa ekki séð gögnin. Áhrifamenn í Samfylkingunni, meðal annarra ráðherrar, sögðust í gær meta stöðu Gylfa sem mjög erfiða. Forsætisráðherra vildi ekki gefa kost á viðtali í gær, ekki fyrr en hún hefði heyrt skýringar Gylfa. klemens@frettabladid.is gudsteinn@frettabladid.is
Tengdar fréttir Engin leynd yfir tölvupósti Aðallögfræðingur Seðlabankans, Sigríður Logadóttir, segir að engin fyrirvari hafi verið gerður um notkun viðskiptaráðuneytisins á tölvupósti sem hún sendi lögfræðingi ráðuneytisins, en hann fjallaði um heimild til gengistryggingar lána og var endursögn á minnisblaði Sigríðar sama efnis. 11. ágúst 2010 03:15 Ræddu gagnrýni á Gylfa Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddu saman í síma í kvöld um þá gagnrýni sem beinst 13. ágúst 2010 21:57 Traust Jóhönnu til Gylfa skilyrðum háð Forsætisráðherra ber enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur viðskiptaráðherra ef hann segir ekki af sér. 13. ágúst 2010 18:52 Jóhanna vill fá svör frá Gylfa - Ráðherrar telja hann í vondum málum Forsætisráðherra mun ekki ræða við fjölmiðla um stöðu Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra fyrr en Gylfi sjálfur útskýrir mál sitt fyrir henni, samkvæmt upplýsingum úr stjórnarráðinu. 13. ágúst 2010 14:11 Gylfi brunar í bæinn Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er á leiðinni í bæinn en hann hefur verið í sumarleyfi undanfarna daga og utan símasambands. 13. ágúst 2010 16:37 Skora á Gylfa að segja af sér Þingmenn Hreyfingarinnar skora á Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að segja af sér. 13. ágúst 2010 09:05 Bjarni Ben: Gylfi getur ekki firrt sig ábyrgð Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að viðskiptaráðherra geti ekki firrt sig ábyrgð á því að ekki hafi verið gripið aðgerða vegna upplýsinga sem viðskiptaráðuneytið bjó yfir um ólögmæti gengistryggðra lána. Bjarni segir málið það alvarlegt að kalla verði Alþingi saman og þá telur hann að ríkisstjórnin eigi að víkja. 12. ágúst 2010 14:15 Gylfi situr áfram í embætti Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra mun sitja áfram í embætti, segir Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður hans, í samtali við Vísi. 13. ágúst 2010 22:19 Hefði átt að vita meira um málaflokkinn Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur minnir á að ráðherra beri pólitíska ábyrgð á sínum málaflokki og því sem embættismenn undir honum vinna að. „Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ber ráðherra ábyrgð gagnvart þinginu og verður að svara fyrir það,“ segir Birgir og nefnir sem dæmi að ef forveri Gylfa, Björgvin G. Sigurðsson, segðist ekki hafa vitað neitt í aðdraganda bankahrunsins, þá væri það engin afsökun. 13. ágúst 2010 03:15 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Engin leynd yfir tölvupósti Aðallögfræðingur Seðlabankans, Sigríður Logadóttir, segir að engin fyrirvari hafi verið gerður um notkun viðskiptaráðuneytisins á tölvupósti sem hún sendi lögfræðingi ráðuneytisins, en hann fjallaði um heimild til gengistryggingar lána og var endursögn á minnisblaði Sigríðar sama efnis. 11. ágúst 2010 03:15
Ræddu gagnrýni á Gylfa Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ræddu saman í síma í kvöld um þá gagnrýni sem beinst 13. ágúst 2010 21:57
Traust Jóhönnu til Gylfa skilyrðum háð Forsætisráðherra ber enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur viðskiptaráðherra ef hann segir ekki af sér. 13. ágúst 2010 18:52
Jóhanna vill fá svör frá Gylfa - Ráðherrar telja hann í vondum málum Forsætisráðherra mun ekki ræða við fjölmiðla um stöðu Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra fyrr en Gylfi sjálfur útskýrir mál sitt fyrir henni, samkvæmt upplýsingum úr stjórnarráðinu. 13. ágúst 2010 14:11
Gylfi brunar í bæinn Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er á leiðinni í bæinn en hann hefur verið í sumarleyfi undanfarna daga og utan símasambands. 13. ágúst 2010 16:37
Skora á Gylfa að segja af sér Þingmenn Hreyfingarinnar skora á Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að segja af sér. 13. ágúst 2010 09:05
Bjarni Ben: Gylfi getur ekki firrt sig ábyrgð Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að viðskiptaráðherra geti ekki firrt sig ábyrgð á því að ekki hafi verið gripið aðgerða vegna upplýsinga sem viðskiptaráðuneytið bjó yfir um ólögmæti gengistryggðra lána. Bjarni segir málið það alvarlegt að kalla verði Alþingi saman og þá telur hann að ríkisstjórnin eigi að víkja. 12. ágúst 2010 14:15
Gylfi situr áfram í embætti Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra mun sitja áfram í embætti, segir Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður hans, í samtali við Vísi. 13. ágúst 2010 22:19
Hefði átt að vita meira um málaflokkinn Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur minnir á að ráðherra beri pólitíska ábyrgð á sínum málaflokki og því sem embættismenn undir honum vinna að. „Ef eitthvað fer úrskeiðis þá ber ráðherra ábyrgð gagnvart þinginu og verður að svara fyrir það,“ segir Birgir og nefnir sem dæmi að ef forveri Gylfa, Björgvin G. Sigurðsson, segðist ekki hafa vitað neitt í aðdraganda bankahrunsins, þá væri það engin afsökun. 13. ágúst 2010 03:15