Traust Jóhönnu til Gylfa skilyrðum háð Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2010 18:52 Forsætisráðherra ber enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur viðskiptaráðherra ef hann segir ekki af sér. Staða Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, til að gegna ráðherraembætti hefur veikst mikið og hávær krafa er frá ákveðnum hluta þingflokks Vinstri grænna um breytingar á ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Gylfi nýtur enn trausts forsætisráðherra til að gegna embætti að því gefnu að hann geti gefið greinargóðar skýringar á hvaða upplýsingum og gögnum hann bjó yfir um ólögmæti gengistryggðra lána á síðasta ári, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt sömu heimildum hafa Jóhanna og Gylfi ekki rætt saman í dag, en Gylfi hefur verið á Hornströndum utan símasambands. Til stendur að þau ræði saman í kvöld eða á morgun. Stjórnarþingmenn Vinstri grænna sem fréttastofa ræddi við sögðu í samtali við fréttastofu að mikilvægt væri að Gylfi gæfi betri skýringar á því sem hann vissi eða mátti vita. Einn þeirra sagði að það væri „bagalegt" ef gögn um ólögmæti gengistryggðra lána hafi verið til í ráðuneyti Gylfa og hann ekki vitað af þeim. Í þingflokki Vinstri grænna er hávær krafa um breytingar á ríkisstjórninni, en þó finnst nokkrum sem rætt var við óheppilegt að breytingarnar verði við þær aðstæður að Gylfi verði knúinn til afsagnar. Þingmenn Hreyfingarinnar telja að Gylfi hafi afvegaleitt umræðuna um gengistryggð lán, leynt þing og þjóð mikilvægum gögnum og farið á svig við sannleikann. „Okkur finnst að þessar upplýsingar hafi legið fyrir í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í stórum stíl og það sé bara mjög ótrúlegt að viðskiptaráðherra hafi ekki vitað af þessum lögfræðiálitum. Og ef hann vissi ekki af þeim, sem mér finnst mjög ólíklegt, þá er það engu að síður merki um að allt sé í klessu í ráðuneytinu og setur fram spurningamerki um veru hans þar áfram," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. En Gylfi svaraði fyrirspurn á Alþingi og talaði um erlend lán en gengistryggð lán voru dæmd ólögmæt sem er allt annar hlutur, ekki satt? „Það er mikill munur á því jú, en ég tel að hann hafi einfaldlega notað misvísandi orðalag viljandi í þeim tilgangi að afvegaleiða umræðuna. Hann er stjórnmálamaður líka þó hann sé hagfræðingur og fagmaður í ráðuneytinu og þetta eru þær aðferðir sem stjórnsýslan notar til þess að réttlæta gjörðir sínar," segir Þór. Getum við gert þá kröfu til ráðherra að þeir viti um öll minnisblöð sem eru skrifuð og eru til í ráðuneytum þeirra? „Nei, vissulega getum við það kannski ekki, en minnisblað af þessu tagi skiptir efnahagslífið í heild sinni gríðarlegu máli, ríkissjóð gríðarlegu máli og stóran hluta almennings gríðarlegu máli. Það getur einfaldlega ekki verið annað en að ráðherrann hafi verið látinn vita af þessu, ég trúi ekki öðru," segir Þór. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur Gylfa þegar Alþingi kemur saman í haust ef hann segir ekki af sér áður. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Gylfa í dag án árangurs. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Forsætisráðherra ber enn traust til viðskiptaráðherra, en traust hennar er því skilyrði háð að hann geti gefið greinargóðar skýringar á ásökunum sem settar hafa verið fram á hendur honum. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur viðskiptaráðherra ef hann segir ekki af sér. Staða Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, til að gegna ráðherraembætti hefur veikst mikið og hávær krafa er frá ákveðnum hluta þingflokks Vinstri grænna um breytingar á ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Gylfi nýtur enn trausts forsætisráðherra til að gegna embætti að því gefnu að hann geti gefið greinargóðar skýringar á hvaða upplýsingum og gögnum hann bjó yfir um ólögmæti gengistryggðra lána á síðasta ári, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt sömu heimildum hafa Jóhanna og Gylfi ekki rætt saman í dag, en Gylfi hefur verið á Hornströndum utan símasambands. Til stendur að þau ræði saman í kvöld eða á morgun. Stjórnarþingmenn Vinstri grænna sem fréttastofa ræddi við sögðu í samtali við fréttastofu að mikilvægt væri að Gylfi gæfi betri skýringar á því sem hann vissi eða mátti vita. Einn þeirra sagði að það væri „bagalegt" ef gögn um ólögmæti gengistryggðra lána hafi verið til í ráðuneyti Gylfa og hann ekki vitað af þeim. Í þingflokki Vinstri grænna er hávær krafa um breytingar á ríkisstjórninni, en þó finnst nokkrum sem rætt var við óheppilegt að breytingarnar verði við þær aðstæður að Gylfi verði knúinn til afsagnar. Þingmenn Hreyfingarinnar telja að Gylfi hafi afvegaleitt umræðuna um gengistryggð lán, leynt þing og þjóð mikilvægum gögnum og farið á svig við sannleikann. „Okkur finnst að þessar upplýsingar hafi legið fyrir í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í stórum stíl og það sé bara mjög ótrúlegt að viðskiptaráðherra hafi ekki vitað af þessum lögfræðiálitum. Og ef hann vissi ekki af þeim, sem mér finnst mjög ólíklegt, þá er það engu að síður merki um að allt sé í klessu í ráðuneytinu og setur fram spurningamerki um veru hans þar áfram," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. En Gylfi svaraði fyrirspurn á Alþingi og talaði um erlend lán en gengistryggð lán voru dæmd ólögmæt sem er allt annar hlutur, ekki satt? „Það er mikill munur á því jú, en ég tel að hann hafi einfaldlega notað misvísandi orðalag viljandi í þeim tilgangi að afvegaleiða umræðuna. Hann er stjórnmálamaður líka þó hann sé hagfræðingur og fagmaður í ráðuneytinu og þetta eru þær aðferðir sem stjórnsýslan notar til þess að réttlæta gjörðir sínar," segir Þór. Getum við gert þá kröfu til ráðherra að þeir viti um öll minnisblöð sem eru skrifuð og eru til í ráðuneytum þeirra? „Nei, vissulega getum við það kannski ekki, en minnisblað af þessu tagi skiptir efnahagslífið í heild sinni gríðarlegu máli, ríkissjóð gríðarlegu máli og stóran hluta almennings gríðarlegu máli. Það getur einfaldlega ekki verið annað en að ráðherrann hafi verið látinn vita af þessu, ég trúi ekki öðru," segir Þór. Þingmenn Hreyfingarinnar ætla að leggja fram vantrauststillögu á hendur Gylfa þegar Alþingi kemur saman í haust ef hann segir ekki af sér áður. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Gylfa í dag án árangurs.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira