Innlent

Gylfi brunar í bæinn

Gylfi Magnússon er á leiðinni í bæinn.
Gylfi Magnússon er á leiðinni í bæinn.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er á leiðinni í bæinn en hann hefur verið í sumarleyfi undanfarna daga og utan símasambands.

Gylfi hefur legið undir ámæli undanfarna daga, sakaður um að hafa leynt mikilvægum upplýsingum um lögmæti gengistryggingar lána og að hafa villt um fyrir Alþingi. Gylfi hefur ekki verið í sambandi við samráðherra vegna málsins eftir því sem Vísir kemst næst. Yfirlýsingar frá Gylfa kann að vera að vænta í kvöld en það hefur ekki fengist staðfest.

Óvíst er einnig hvenær hann fundar með Jóhönnu Sigurðardóttur en eins og Vísir greindi frá í dag vill hún ekki ræða mál hans við fjölmiðla fyrr en hann hefur skýrt mál sitt fyrir henni. Í sömu frétt kom einnig fram að samráðherrar Gylfa telja sumir stöðu hans vera orðna ansi þrönga vegna málsins.

Hrannar Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, staðfesti í samtali við Vísi að von væri á Gylfa í bæinn í dag eða í kvöld og sagði líklegt að Gylfi og Jóhanna myndu ræða saman. Hann vissi þó ekki til þess að fundur væri kominn á dagskrá.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.