Umfjöllun: Þolinmæðisverk hjá Keflavík Elvar Geir Magnússon skrifar 17. maí 2010 16:03 Willum Þór, þjálfari Keflavíkur, gat fagnað eftir leikinn í kvöld. Keflvíkingar og Fylkismenn eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir tvær fyrstu umferðirnar. Keflvíkingar skruppu yfir til Grindavíkur í kvöld og sóttu þrjú stig í leik sem bauð annars ekki upp á mikið. Eina mark leiksins skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson á 81. Mínútu. Leikurinn minnti um margt á síðustu viðureign þessara liða en þá vann Keflavík einnig 1-0 sigur með marki seint í leiknum. Grindvíkingar voru án tveggja sinna bestu manna, varnarmannsins Auðuns Helgasonar og sóknarmannsins frá Gabon, Gilles Mbang Ondo. Þeirra var saknað í kvöld, þá sérstaklega Gilles en hann skoraði langflest mörk liðsins á undirbúningstímabilinu. Lúkas Kostic stillti sínu liði upp með ansi varnarsinnuðum hætti og lét reyna á þolinmæði gestana. Þolinmæði þeirra brast hins vegar ekki og þeir fögnuðu sigri í leikslok. Keflvíkingar sóttu meira í fyrri hálfleiknum en lítið vit var í flestum skottilraunum þeirra og markvörðurinn Óskar Pétursson þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hann varði þó vel í eitt skipti þegar Magnús Þórir Matthíasson fékk gott færi á markteig. Grindvíkingar voru líflegri í seinni hálfleiknum og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir. Eftir eina þeirra fékk Scott Ramsey mjög gott færi eftir stungusendingu Jóhanns Helgasonar en Ómar Jóhannsson varði vel. Þá fékk Jósef Kristinn dauðafæri en var of lengi að athafna sig og Magnús Þórir hljóp hann uppi. Mark varamannsins Jóhanns skildi liðin að en hann skoraði eftir flotta rispu hjá Guðjóni Árna Antoníussyni. Við þetta virtust heimamenn leggja árar í bát og Keflvíkingar voru nær því að bæta við undir lokin en þeir að jafna. Tveir sterkir sigrar hjá Keflvíkingum á erfiðum útivöllum í byrjun móts en Grindvíkingar eru hinsvegar án stiga. Þess má geta að 1.568 áhorfendur mættu á leikinn í kvöld og er það áhorfendamet á Grindavíkurvelli. Þetta tap fór greinilega illa í marga Grindvíkinga, þar á meðal starfsfólk vallarins en öryggisverðir á vellinum reyndu að hindra blaðamann í að taka viðtöl eftir leik og gekk einn það langt að rífa harkalega í hann. Grindavík - Keflavík 0-10-1 Jóhann B. Guðmundsson (81.) Skot (á mark): 8-12 (3-6) Varin skot: Óskar 4 - Ómar 3 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-18 Rangstöður: 4-4Áhorfendur: 1.568Dómari: Kristinn Jakobsson 7Grindavík (5-4-1): Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 5 Marko Valdimar Stefánsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 - Maður leiksins Loic Mbang Ondo 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Jóhann Helgason 4 Matthías Örn Friðriksson 5 Óli Baldur Bjarnason 5 (61. Grétar Ólafur Hjartarson 6) Scott Ramsey 6 (77. Sveinbjörn Jónasson -)Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 5 Magnús Þorsteinsson 3 (74. Jóhann B. Guðmundsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Paul McShane 6 Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 5 Hörður Sveinsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Keflvíkingar og Fylkismenn eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir tvær fyrstu umferðirnar. Keflvíkingar skruppu yfir til Grindavíkur í kvöld og sóttu þrjú stig í leik sem bauð annars ekki upp á mikið. Eina mark leiksins skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson á 81. Mínútu. Leikurinn minnti um margt á síðustu viðureign þessara liða en þá vann Keflavík einnig 1-0 sigur með marki seint í leiknum. Grindvíkingar voru án tveggja sinna bestu manna, varnarmannsins Auðuns Helgasonar og sóknarmannsins frá Gabon, Gilles Mbang Ondo. Þeirra var saknað í kvöld, þá sérstaklega Gilles en hann skoraði langflest mörk liðsins á undirbúningstímabilinu. Lúkas Kostic stillti sínu liði upp með ansi varnarsinnuðum hætti og lét reyna á þolinmæði gestana. Þolinmæði þeirra brast hins vegar ekki og þeir fögnuðu sigri í leikslok. Keflvíkingar sóttu meira í fyrri hálfleiknum en lítið vit var í flestum skottilraunum þeirra og markvörðurinn Óskar Pétursson þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hann varði þó vel í eitt skipti þegar Magnús Þórir Matthíasson fékk gott færi á markteig. Grindvíkingar voru líflegri í seinni hálfleiknum og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir. Eftir eina þeirra fékk Scott Ramsey mjög gott færi eftir stungusendingu Jóhanns Helgasonar en Ómar Jóhannsson varði vel. Þá fékk Jósef Kristinn dauðafæri en var of lengi að athafna sig og Magnús Þórir hljóp hann uppi. Mark varamannsins Jóhanns skildi liðin að en hann skoraði eftir flotta rispu hjá Guðjóni Árna Antoníussyni. Við þetta virtust heimamenn leggja árar í bát og Keflvíkingar voru nær því að bæta við undir lokin en þeir að jafna. Tveir sterkir sigrar hjá Keflvíkingum á erfiðum útivöllum í byrjun móts en Grindvíkingar eru hinsvegar án stiga. Þess má geta að 1.568 áhorfendur mættu á leikinn í kvöld og er það áhorfendamet á Grindavíkurvelli. Þetta tap fór greinilega illa í marga Grindvíkinga, þar á meðal starfsfólk vallarins en öryggisverðir á vellinum reyndu að hindra blaðamann í að taka viðtöl eftir leik og gekk einn það langt að rífa harkalega í hann. Grindavík - Keflavík 0-10-1 Jóhann B. Guðmundsson (81.) Skot (á mark): 8-12 (3-6) Varin skot: Óskar 4 - Ómar 3 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 10-18 Rangstöður: 4-4Áhorfendur: 1.568Dómari: Kristinn Jakobsson 7Grindavík (5-4-1): Óskar Pétursson 7 Alexander Magnússon 5 Marko Valdimar Stefánsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 7 - Maður leiksins Loic Mbang Ondo 6 Jósef Kristinn Jósefsson 6 Ray Anthony Jónsson 6 Jóhann Helgason 4 Matthías Örn Friðriksson 5 Óli Baldur Bjarnason 5 (61. Grétar Ólafur Hjartarson 6) Scott Ramsey 6 (77. Sveinbjörn Jónasson -)Keflavík (4-4-2): Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Antoníusson 7 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 5 Magnús Þorsteinsson 3 (74. Jóhann B. Guðmundsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 7 Paul McShane 6 Magnús Þórir Matthíasson 5 Guðmundur Steinarsson 5 Hörður Sveinsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira