Hafa ekki gefið upp vonina að finna fólk á lífi 16. janúar 2010 12:46 Vonir eru bundnar við að fólk finnist enn á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í vikunni. Íslenska björgunarsveitin sem verið hefur að störfum í Port au Prince, höfuðborg landsins, síðustu tvo daga heldur áfram leit sinni í dag. Rústabjörgunarmenn tala yfirleitt um að fyrstu 72 klukkutímarnir skipti sköpum í aðstæðum eins og Haítí. Þar eru nú rúmir 84 klukkutímar síðan skjálftinn reið yfir og tíminn því orðinn naumur ef fleira fólk á að finnast á lífi. Jákvæðu fréttirnar eru að vegna veðurfarsins á Haítí undanfarna daga og hvernig húsin hafa hrunið þá eru líkur á að fleira fólk gæti fundist á lífi en ella. Gísli Rafn Ólafsson er íslensku rústabjörgunarsveitinni á Haítí. Hann rætti við fréttamann gegnum gervihnattasíma í morgun. Gísli segir að þegar að í mörgum tilfellum hafi orðið til holrými þegar byggingar féllu og að í þeim rýmum séu mögulega fólk sem hafi lokast inni. „Við eigum alls ekki að gefa upp vonina að hér finnist fleiri," segir Gísli og bætir við að í gær hafi fundist á bilinu 20 til 30 manns í rústunum. Margir hverjir hafi ekki verið slasaðir heldur þurft á mat og drykk að halda. Gísli segir ástandið erfitt á Haítí. En það horfi til betri vegar eftir því sem hjálparstarfið eflist. Hann segist ekki hafa orðið var við neinar óeirðir né gripdeildir. Þvert á móti finni hann fyrir miklum samhug og þakklæti jafnvel þó að hann hafi þurft að flytja fólki erfið tíðindi. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að fara á marga staði þar sem við sjáum að fólk hefur látist og þurfa að þurfa að skýra það út fyrir aðstandendum," segir Gísli. Nýjustu fregnir herma að um 200 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum eða af völdum hans. Hjálparstarfsmenn eru í kappi við tímann en erfiðlega hefur gengið að koma nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. Betra skipulag er hins vegar að komast á það starf með hverjum deginum. Bæði Hillary Clinton utanríkisráðherra BNA og Ban-Ki Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna eru væntanleg til landsins í dag en Sameinuðu þjóðirnar ætla að safna hálfum milljarði dollara fyrir hjálparstarfið í landinu. Bandaríkjamenn ætla að senda 10 þúsund hermenn til Haíti en þeim er ætlað að tryggja öryggi í landinu sem er vægast sagt ótryggt þessa stundina. Tengdar fréttir Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16. janúar 2010 10:10 Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni. 16. janúar 2010 12:19 Sýna björgunarsveitinni vinsemd Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru. 16. janúar 2010 11:53 Getum dregið úr neyðinni á Haítí Fjörutíu og sex börn í barnaþorpi SOS í Santo rétt utan við Port-au-Prince á Haíti eiga stuðningsforeldra á Íslandi. Þau sluppu öll heil á húfi frá jarðskjálftanum á þriðjudagskvöld, að sögn Ragnars Schram, hjá SOS á Íslandi. 16. janúar 2010 03:15 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Vonir eru bundnar við að fólk finnist enn á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í vikunni. Íslenska björgunarsveitin sem verið hefur að störfum í Port au Prince, höfuðborg landsins, síðustu tvo daga heldur áfram leit sinni í dag. Rústabjörgunarmenn tala yfirleitt um að fyrstu 72 klukkutímarnir skipti sköpum í aðstæðum eins og Haítí. Þar eru nú rúmir 84 klukkutímar síðan skjálftinn reið yfir og tíminn því orðinn naumur ef fleira fólk á að finnast á lífi. Jákvæðu fréttirnar eru að vegna veðurfarsins á Haítí undanfarna daga og hvernig húsin hafa hrunið þá eru líkur á að fleira fólk gæti fundist á lífi en ella. Gísli Rafn Ólafsson er íslensku rústabjörgunarsveitinni á Haítí. Hann rætti við fréttamann gegnum gervihnattasíma í morgun. Gísli segir að þegar að í mörgum tilfellum hafi orðið til holrými þegar byggingar féllu og að í þeim rýmum séu mögulega fólk sem hafi lokast inni. „Við eigum alls ekki að gefa upp vonina að hér finnist fleiri," segir Gísli og bætir við að í gær hafi fundist á bilinu 20 til 30 manns í rústunum. Margir hverjir hafi ekki verið slasaðir heldur þurft á mat og drykk að halda. Gísli segir ástandið erfitt á Haítí. En það horfi til betri vegar eftir því sem hjálparstarfið eflist. Hann segist ekki hafa orðið var við neinar óeirðir né gripdeildir. Þvert á móti finni hann fyrir miklum samhug og þakklæti jafnvel þó að hann hafi þurft að flytja fólki erfið tíðindi. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að fara á marga staði þar sem við sjáum að fólk hefur látist og þurfa að þurfa að skýra það út fyrir aðstandendum," segir Gísli. Nýjustu fregnir herma að um 200 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum eða af völdum hans. Hjálparstarfsmenn eru í kappi við tímann en erfiðlega hefur gengið að koma nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. Betra skipulag er hins vegar að komast á það starf með hverjum deginum. Bæði Hillary Clinton utanríkisráðherra BNA og Ban-Ki Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna eru væntanleg til landsins í dag en Sameinuðu þjóðirnar ætla að safna hálfum milljarði dollara fyrir hjálparstarfið í landinu. Bandaríkjamenn ætla að senda 10 þúsund hermenn til Haíti en þeim er ætlað að tryggja öryggi í landinu sem er vægast sagt ótryggt þessa stundina.
Tengdar fréttir Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16. janúar 2010 10:10 Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni. 16. janúar 2010 12:19 Sýna björgunarsveitinni vinsemd Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru. 16. janúar 2010 11:53 Getum dregið úr neyðinni á Haítí Fjörutíu og sex börn í barnaþorpi SOS í Santo rétt utan við Port-au-Prince á Haíti eiga stuðningsforeldra á Íslandi. Þau sluppu öll heil á húfi frá jarðskjálftanum á þriðjudagskvöld, að sögn Ragnars Schram, hjá SOS á Íslandi. 16. janúar 2010 03:15 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16. janúar 2010 10:10
Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni. 16. janúar 2010 12:19
Sýna björgunarsveitinni vinsemd Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru. 16. janúar 2010 11:53
Getum dregið úr neyðinni á Haítí Fjörutíu og sex börn í barnaþorpi SOS í Santo rétt utan við Port-au-Prince á Haíti eiga stuðningsforeldra á Íslandi. Þau sluppu öll heil á húfi frá jarðskjálftanum á þriðjudagskvöld, að sögn Ragnars Schram, hjá SOS á Íslandi. 16. janúar 2010 03:15