Hafa ekki gefið upp vonina að finna fólk á lífi 16. janúar 2010 12:46 Vonir eru bundnar við að fólk finnist enn á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í vikunni. Íslenska björgunarsveitin sem verið hefur að störfum í Port au Prince, höfuðborg landsins, síðustu tvo daga heldur áfram leit sinni í dag. Rústabjörgunarmenn tala yfirleitt um að fyrstu 72 klukkutímarnir skipti sköpum í aðstæðum eins og Haítí. Þar eru nú rúmir 84 klukkutímar síðan skjálftinn reið yfir og tíminn því orðinn naumur ef fleira fólk á að finnast á lífi. Jákvæðu fréttirnar eru að vegna veðurfarsins á Haítí undanfarna daga og hvernig húsin hafa hrunið þá eru líkur á að fleira fólk gæti fundist á lífi en ella. Gísli Rafn Ólafsson er íslensku rústabjörgunarsveitinni á Haítí. Hann rætti við fréttamann gegnum gervihnattasíma í morgun. Gísli segir að þegar að í mörgum tilfellum hafi orðið til holrými þegar byggingar féllu og að í þeim rýmum séu mögulega fólk sem hafi lokast inni. „Við eigum alls ekki að gefa upp vonina að hér finnist fleiri," segir Gísli og bætir við að í gær hafi fundist á bilinu 20 til 30 manns í rústunum. Margir hverjir hafi ekki verið slasaðir heldur þurft á mat og drykk að halda. Gísli segir ástandið erfitt á Haítí. En það horfi til betri vegar eftir því sem hjálparstarfið eflist. Hann segist ekki hafa orðið var við neinar óeirðir né gripdeildir. Þvert á móti finni hann fyrir miklum samhug og þakklæti jafnvel þó að hann hafi þurft að flytja fólki erfið tíðindi. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að fara á marga staði þar sem við sjáum að fólk hefur látist og þurfa að þurfa að skýra það út fyrir aðstandendum," segir Gísli. Nýjustu fregnir herma að um 200 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum eða af völdum hans. Hjálparstarfsmenn eru í kappi við tímann en erfiðlega hefur gengið að koma nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. Betra skipulag er hins vegar að komast á það starf með hverjum deginum. Bæði Hillary Clinton utanríkisráðherra BNA og Ban-Ki Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna eru væntanleg til landsins í dag en Sameinuðu þjóðirnar ætla að safna hálfum milljarði dollara fyrir hjálparstarfið í landinu. Bandaríkjamenn ætla að senda 10 þúsund hermenn til Haíti en þeim er ætlað að tryggja öryggi í landinu sem er vægast sagt ótryggt þessa stundina. Tengdar fréttir Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16. janúar 2010 10:10 Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni. 16. janúar 2010 12:19 Sýna björgunarsveitinni vinsemd Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru. 16. janúar 2010 11:53 Getum dregið úr neyðinni á Haítí Fjörutíu og sex börn í barnaþorpi SOS í Santo rétt utan við Port-au-Prince á Haíti eiga stuðningsforeldra á Íslandi. Þau sluppu öll heil á húfi frá jarðskjálftanum á þriðjudagskvöld, að sögn Ragnars Schram, hjá SOS á Íslandi. 16. janúar 2010 03:15 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Vonir eru bundnar við að fólk finnist enn á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í vikunni. Íslenska björgunarsveitin sem verið hefur að störfum í Port au Prince, höfuðborg landsins, síðustu tvo daga heldur áfram leit sinni í dag. Rústabjörgunarmenn tala yfirleitt um að fyrstu 72 klukkutímarnir skipti sköpum í aðstæðum eins og Haítí. Þar eru nú rúmir 84 klukkutímar síðan skjálftinn reið yfir og tíminn því orðinn naumur ef fleira fólk á að finnast á lífi. Jákvæðu fréttirnar eru að vegna veðurfarsins á Haítí undanfarna daga og hvernig húsin hafa hrunið þá eru líkur á að fleira fólk gæti fundist á lífi en ella. Gísli Rafn Ólafsson er íslensku rústabjörgunarsveitinni á Haítí. Hann rætti við fréttamann gegnum gervihnattasíma í morgun. Gísli segir að þegar að í mörgum tilfellum hafi orðið til holrými þegar byggingar féllu og að í þeim rýmum séu mögulega fólk sem hafi lokast inni. „Við eigum alls ekki að gefa upp vonina að hér finnist fleiri," segir Gísli og bætir við að í gær hafi fundist á bilinu 20 til 30 manns í rústunum. Margir hverjir hafi ekki verið slasaðir heldur þurft á mat og drykk að halda. Gísli segir ástandið erfitt á Haítí. En það horfi til betri vegar eftir því sem hjálparstarfið eflist. Hann segist ekki hafa orðið var við neinar óeirðir né gripdeildir. Þvert á móti finni hann fyrir miklum samhug og þakklæti jafnvel þó að hann hafi þurft að flytja fólki erfið tíðindi. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að fara á marga staði þar sem við sjáum að fólk hefur látist og þurfa að þurfa að skýra það út fyrir aðstandendum," segir Gísli. Nýjustu fregnir herma að um 200 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum eða af völdum hans. Hjálparstarfsmenn eru í kappi við tímann en erfiðlega hefur gengið að koma nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. Betra skipulag er hins vegar að komast á það starf með hverjum deginum. Bæði Hillary Clinton utanríkisráðherra BNA og Ban-Ki Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna eru væntanleg til landsins í dag en Sameinuðu þjóðirnar ætla að safna hálfum milljarði dollara fyrir hjálparstarfið í landinu. Bandaríkjamenn ætla að senda 10 þúsund hermenn til Haíti en þeim er ætlað að tryggja öryggi í landinu sem er vægast sagt ótryggt þessa stundina.
Tengdar fréttir Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16. janúar 2010 10:10 Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni. 16. janúar 2010 12:19 Sýna björgunarsveitinni vinsemd Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru. 16. janúar 2010 11:53 Getum dregið úr neyðinni á Haítí Fjörutíu og sex börn í barnaþorpi SOS í Santo rétt utan við Port-au-Prince á Haíti eiga stuðningsforeldra á Íslandi. Þau sluppu öll heil á húfi frá jarðskjálftanum á þriðjudagskvöld, að sögn Ragnars Schram, hjá SOS á Íslandi. 16. janúar 2010 03:15 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16. janúar 2010 10:10
Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni. 16. janúar 2010 12:19
Sýna björgunarsveitinni vinsemd Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru. 16. janúar 2010 11:53
Getum dregið úr neyðinni á Haítí Fjörutíu og sex börn í barnaþorpi SOS í Santo rétt utan við Port-au-Prince á Haíti eiga stuðningsforeldra á Íslandi. Þau sluppu öll heil á húfi frá jarðskjálftanum á þriðjudagskvöld, að sögn Ragnars Schram, hjá SOS á Íslandi. 16. janúar 2010 03:15